sunnudagur, desember 17, 2006

Það er margt áhugavert sem maður les eftrir 24 tíma hlaupið í Osló. Helge Hafsås, norski hlauparinn sem hefur hlaupið um 100 maraþon og sigrað þau öll kom með næturrútunni til Osló um morguninn sem hlaupið byrjaði. Hann lagði út á hraða sem var undir 4 mín á km og kláraði maraþonið undir 3 klst!! Hann hljóp 100 km á 7.35 klst. Menn voru farnir að tala um að hann myndi slá út heimsmet Grikkjans Kouros sem hefur hlaupið 303 km á 24 tímum. Helge þurfti hins vegar að gefa sig þegar á leið og endaði á 221 km samtals og varð fimmti. Daninn Jan Michael Andersen fra Aalborg notaði aðra tækni. Hann hljóp í 90 sekúndur og gekk í 30 sek frá upphafi. Hann var vitaskuld langt á eftir þeim fyrstu framan af en vann sig smám saman upp eftir hópnum og endaði í öðru sæti með 223,5 á eftir svíanum Ritella sem hljóp 233 km. Þetta er svo mikið spurning um skipulagningu og skynsemi.
Kim Rasmussen, bóndi frá R¢nne, sem setti danskt met í 12 tíma hlaupi með sína 137 km segist hlaupa milli 60 og 80 km í viku. Hann stefnir m.a. á Badwater sem enginn norðurlandabúi hefur klárað.

Engin ummæli: