mánudagur, desember 18, 2006

Heyrði áhugavert viðtal við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur í Kastljósi í gærkvöldi. Það var um margt áhugavert eins og gefur að skilja því Sigríur Dúna hefur víða farið og margt séð. Mér fannst athylgisvert sem hún sagði að líklega hefðu kvennalistakonurnar farið villur vegar í upphafi þegar þær héldu því fram að málefni fjölskyldunnar kæmi bara konum og börnum við. Karlarnir skiptu þar engu máli. Þetta er að mínu mati laukrétt hjá henni og betra seint en ekki að átta sig á þessu. Umræðan þróaðist þannig hjá mörgum að í hugum ýmissa kvenna voru karlarnir persónugerfingur höfuðóvinarins og þeir áttu því ekkert gott skilið. Ég veit ekki hvort það sé rétt hjá mér en ég held að þessi hugmyndafræði hafi verið einn af banabitum kvennalistans. Það hefði verið gaman að heyra betur farið yfir ástæður þess að Kvennalistinn hvarf og sameinaðist öðrum flokkum, saddur lífdaga.

Ég trúi að það hafi verið þrúgað andrúmsloft í búningsklefa Man. Utd. í gær eftir að hafa tapað fyrir liðinu hans Gerta. Sérstaklega eftir að Chelsea skoraði tvö mörk á lokamínútunum og kláraði Everton.

Engin ummæli: