Kláraði 200 km í síðustu viku. Það er lengsta æfingavikan hingað til. Fyrir tveimur til þremur árum hefði það verið óhugsandi að hlaupa svona mikið í æfingum á einni viku. Nú er þetta fyrst og fremst spurning um að hafa tíma til þess að gera það sem maður getur.
Heyrði frá Neil í dag. Hann er ákveðinn í að koma aftur á Laugaveginn að ári og vera þá búinn að æfa sig betur í niðurhlaupum. Þar sagðist hann vera veikastur fyrir. Hann er nýbúinn að klára tvöfaldan Ironman sem æfingadæmi fyrir deca dæmið í vetur. Hér er slóðin á úrslit keppninnar: www.enduroman.com
Hann hefur verið mjög frískur í hlaupinu og kláraði tvöfalt maraþon á 7 1/2 tíma. Neil varð samtals fjórði og kláraði á rúmum 25 klst.
Dofri hefur skrifað skemmtilega frásögn frá 100 km fjallahlaupinu í Þýskalandi. Slóðin er hér: http://dthor.blog.is
Lykilmenn í UMFR36 hittust í gær og ræddu framkvæmd Jónshlaupsins, þriggja og sex tíma. Það verður haldið þann 13. september n.k. Í þau tvö skipti sem það hefur verið haldið höfum við haft það á Nauthólshringnum. Nú er það ekki hægt lengur vegna umferðar. Búið er að breyta veginum og umferð aukist vegna framkvæmda. Við ákváðum því að halda hlaupið í Hólmanum í Elliðaárdalnum. Tjaldað verður á grasflötinni. Í Hólmanum er því sem næst alltaf logn og verulegt skjól fyrir rigningu ef hún skyldi vera. Sex tíma hlaupið hefst kl. 10.00 og þriggja tíma hlaupið kl. 13.00. Hægt er að senda undirrituðum tölvupóst á gunnlaugur@samband.is og skrá sig í hlaupið. Nánari tilkynning verður birt síðar og einnig verður Torfa á hlaup.is sent nánari auglýsing. Það verða því næg verkefni að afloknu Reykjavíkurmaraþoni.
miðvikudagur, ágúst 13, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Neil var held ég pottþétt í Gore-tex skóm og var líka alltaf að fara úr þeim vegna sands (var í þunnum sokkum). Hann ætti að skoða aðeins þykkari sokka þá pirrar sandurinn síður.
Skrifa ummæli