laugardagur, desember 06, 2008

Fór út í morgun um 7.30 og hitti Jóa, Kristínu, Gauta og Stebba við brúna. Það var hált svo við fórum vestur eftir og tókum Eiðistorgshringinn. Fínt veður og fínt færi nema rétt hér austast. Margt var skrafað á leiðinni eins og við er að búast. Evrópusambandsaðild var ofarlega á baugi eins og gengur. Umræðan hérlendis er eins og hjá öðrum frekar laklega upplýstum þjóðum. Nú vilja mjög margir ganga í Evrópusambandið og allri þeir tala eins og inngangan í ESB leysi öll okkar vandamál. Auðvitað er það ekki svo. Inngöngu í ESB fylgja kostir og gallar. Kostirnir eru m.a.stöðugur gjaldeyrir. Margir segja að eftir að í ESB er komið þá sé engin verðtrygging. Það er bæði rétt og rangt. Það er ekki reiknuð út nein vísitala neysluverðs sem indexreiknar upp lán. Aftur á móti skuldbinda stjórnvöld sig til að framkvæmda ákveðna peningastefnu sem er nauðsynleg til að viðgalda stöðugum gjaldeyri og stöðugu verðlagi. Þannig er tryggt að þeir sem lána fái peningana sína til baka með hæfilegum vöxtum. Peningamálastefna ESB hefur að markmiði að viðhalda lágu verðbólgustigi. Forsenda þess er mikið aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Þar verða ekki leyfð nein lausatök. Það hefur t.d í för með sér að atvinnuleysi verður mun hærra en við höfum þekkt gegnum árin. Það er mjög algengt að atvinnuleysi sé 6 - 8% í ríkjum ESB. Í vissum héröðum s.s. í Þýskalandi og Frakklandi er atvinnuleysi fólks á aldursbilinu 16 - 25 ára allt að 25%. Það gengi sem væri milli evru og íslenskrar krónu við inngöngu myndi ráða gríðarlega miklu um stöðu þjóðarinnar innan ESB. Ef Ísland hefði gengið í ESB meðan krónan var sem sterkust þá hefði útflutningur átt mjög erfitt uppdráttar innan ESB. Ef við göngum í ESB á núverandi gengi þá verðum við fátæk þjóð innan ESB. Launin hér verða lægri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Því yrði kaupmáttur hérlendra launa í evrum mjög lítill. Öfluga og vel menntaða fólkið mun þá flytja úr landi þar sem það fengi hærri laun fyrir sömu vinnu. Reynslan hefur sýnt að verðlag hefur yfirleitt hækkað um allt að 20% við upptöku evrunnar. Þetta eru bara nokkur dæmi um fleti sem kunna að koma upp og verður að ræða ef farið verður í aðildarviðræður og fstaða tekin til niðurstöðu úr aðildarviðræðum.

Talandi um evruna þá saknar maður þess að það skuli ekki hafa verið framkvæmdar neinar verðkannanir á matvælum í þeim tilgangi að bera saman verðlag hérlendis og í nágrannalöndum okkar. Það lá við að slíkar kannanir væru gerðar mánaðarlega af verkalýðsfélögum og áhugamönnum um inngöngu í ESB þegar krónan var sem sterkust. Hvað skyldi valda því að þetta hefur fallið niður síðustu mánuðina. Það skyldi þó ekki vera að niðurstaðan fæli menn frá að leggja í svona könnun sem stendur.

Það var vinnufundur hjá Fókus í dag. Við vorum að líma myndir á spjöld fyrir árbókina. Þetta er svona gamaldags aðferð en hún er skemmtileg og það þjappar fóki saman að fást við svona verkefni. Árbókinni verður síðan deilt út á félagsfundi eftir 10 daga.

Engin ummæli: