þriðjudagur, desember 02, 2008

Það þýðir ekkert annað en að veita erlendum bönkum, sem hafa tapað gríðarlegu fjármagni á lánum til íslensku bankanna, eignaraðild að bönkunum. Þeir verða að fá eitthvað upp í kröfur sínar. Með því vinnst tvennt. Í fyrsta lagi koma íslensk stjórnvöld ekki við erlenda viðskiptavini eins og ómerkilegir kennitöluflakkarar. Slíkt gengur ekki þegar land og þjóð þurfa á viðskiptum við erlenda banka að halda. Í öðru lagi er það þá beggja hagur að bönkunum vaxi fiskur um hrygg. Það er styrkur fyrir þjóðfélagið að hafa öfluga banka í landinu og það er til hagsbóta fyrir erlendu bankana að þær eignir sem þeir fá upp i tapaðar kröfur vaxi að verðgildi. Þetta er ekkert fullveldisafsal heldur rökrétt ákvörðun í ljósi stöðunnar.

Það er ekkert sérstaklega góð tilfinning að hafa allt liðið, sem var á fullu við að senda markaðnum röng skilaboð fyrir hrunið, í fullu starfi innan bankanna. eru þeir að sópa yfir sporin og hylja slóðina, eyðileggja sönnunargögn og á annan hátt að reyna að bjarga sér. Af hverju er lögreglan ekki komin í málið? Af hevrju er ekki afrið að rannsaka mál eins og Gift og Stím. Eiga einstaklingar sem taka það starf aðs ér að annast tugi milljarða og móta reglur um að skila þeim til eigenda peninganna að komast upp með að tapa þeim öllum og skila félaginu af sér með skuld upp á annan tug milljarða? Á banakstjóri Glitnis að komast upp með að skipa málum þannig að stofna fyrirtæki sem er að stærstum hluta til í eigu bankans. Markmið fyrirtækisins er að kaupa hlutafé í eigenda sínum í þeim tilgangi að senda röng skilaboð út á markaðinn. Í alvöru löndum væri búið að handtaka kippur af þessu liði og rannsóknir og málaferli komin af stað.

Fylgi ríkisstjornarinnar er lítið. Ég heyrði einn ráðherra segja í dag að sú staða væri meðal annars til komin vegna þess að það hefði ekki skilað sér til almennings hve ríkisstjórnin væri að gera góða hluti. Það er ekki málið. Afstaða almennings til ríkisstjórnarinnar mótast af tvennu. Í fyrsta lagi telur almenningur að ríkisstjórnin beri nokkra sök á hruni efnahagskerfisins með aðgerðum og / eða aðgerðaleysi í aðdraganda hrunsins. Í öðru lagi treystir almenningur því ekki að hagsmunir hins almenna manns séu hafðir í fyrirrúmi. Það er þekkt úr mannkynnssögunni að á svona krísutímum grasserar spillingin sem aldrei fyrr. Mikiðvægast fyrir ríkisstjórnina er að vinna trúnað almennings.

Það er fínt að hlaupa snemma á morgnana. Á þann hátt fæst ágætur skammtur á virkum dögum. Maður er einnig oft að brasa eitt og annað á kvöldin á þessum tíma. Maður fer svo að herða á hlaupunum með hækkandi sól. Það hlýtur að vera hægt að finna sér eitthvað til að gera á næsta ári hér innanlands. Næg eru verkefnin. Síðan langar mig til að fara London - Brighton í október. Það eru um 90 km. Það yrði þá þriðja af fjórum ultra klassíkerum heimsins. Hið fjórða er Comerades i Suður Afríku. Það kemur síðar. Maður verður bara að fara að spara strax.

Engin ummæli: