þriðjudagur, maí 17, 2005

Tók hlaup vestur í bæ í kvöld og fór vestur á gamlárshlaupssnúning. Það gera 23 km. Síðasta vika varð sú lengsta sem ég hef farið eða 151 km. Það varð svona langt næstum óvart því ég ætlaði ekki að fara svona langt á laugardaginn. Það er lágmark að maður fari hátt í það jafnlangt á einni viku eins og maður ætlar að fara á einum sólarhring.

Deildin byrjaði að rúlla í dag. Víkingur tók á móti Fjölni og vann 6-1. Þrjú stig í hús en það þurfa að koma nær 40 í viðbót ef takmarkið á að nást að vinna sig upp í efstu deild.

Horfði á seinni hálfleik ÍBK-FH á Sýn. Ég man varla eftir aðhafa hlustað á jafn hlutdræga lýsendur eins og Loga og þann sem var með honum. Alan Bogvart og Auðunn Helga þurftu varla nema að reka tána í boltann til að þeir gripu til hástemmdustu lýsingarorða sem til eru um snilldina og boltameðferðina.

Ný snjóskýrsla kom á netið. Snjórinn vex ef eitthvað er í Squaw Walley. Þetta verður erfitt í júní ef ekki verður breyting á. Maður gæti þurft að fara 10 - 20 mílur í snjó.

Engin ummæli: