föstudagur, nóvember 17, 2006

Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga lauk í dag. Þetta er stærsti fundur sveitarstjórnarmanna á ári hverju og sækja hann á bilinu 350 - 400 manns. Í tengslum við hann kemur Árbók sveitarfélaga út. Þetta er fín samkoma sem er farin að renna nokkuð smurt en möguleikar til að gera hana góða bötnuðu mikið eftir að Nordica Hotel tók í notkun sína góðu ráðstefnuaðstöðu. Eftir fund í gær lauð Landsbakinn til samsætis í aðalbankanum sem var vel sótt. Það er alltaf gott þegar þessum verkum er lokið því undirbúningur þeirra tekur mikið effort á haustdögum. Það er kalt þessa dagana og lítið hlaupið. Maður verður að sjá hvort það sé nægur dugur í manni til að taka hring í fyrramálið. Þetta er náttúrulega bara spurning um klæðnað.

Ofnotkun á hugtökum eða orðasamböndum verður til þess að þau verða að merkingarlausri klisju. „Kortéri fyrir kosningar“ er eitt hugtak sem er orðin að klisju. „Hann er maður að meiri“ er önnur klisja. Þessu er yfirleitt flaggað þega einhver brýtur af sér í starfi eða hagar sér á þann veg að honum er ekki vært. Frekar en að vera rekinn þá tilkynnir viðkomandi afsögn sína. Þá byrjar japlið á „Hann er maður að meiri“. Mér finnst að menn séu menn að meiri ef þeir rækja vinnu sína á þann veg að þeir þurfi ekki að víkja.

Það var hálf svakalegt að lesa um Kára og Áslaugu í Mogganum í morgun og hvernig þeim varð við að standa undir byssukjöftunum í Karabíska hafinu. Þau mega vafalaust þakka fyrir að vera ekki hreinlega drepin. Það er aldrei að vita hvað svona lið tekur upp á. Þess vegna hefði það getað drepið þau og stolið bátnum.

Engin ummæli: