mánudagur, nóvember 06, 2006

Var norður á Ísafirði yfir helgina. Fór um miðjan dag á laugardag en á sunnudaginn vorum við þrír með seinni dag námskeiðs fyrir sveitarstjórnarmenn. Þetta námskeið var ætlað fyrir Vestfirðinga en síðar verða haldin álíka víðs vegar um land. Námskeiðið var fínt. Það er alltaf gaman að hitta það fólk sem maður er að vinna fyrir en sér of sjaldan.

Við komumst ekki suður a sunnudaginn eins og áætlað var vegna veðurs og slógum okkur því til rólegheita.

Sá að mikil umræða spannst um málflutning Magnusar Þórs Hafsteinssonar en hann hefur að undanförnu fjallað um nauðsyn þess að hafa stjórn á og eftirlit med hinum mikla straum erlends fólks til landsins. Ég var fljótur að senda honum skeyti og þakka honum fyrir að halda þessum málflutning á lofti. Eg hef á undanförnum misserum rifjað upp hvernig þróun mála var á Norðurlöndunum vegna þess að þarlendir ráðamenn vildu ekki horfast i augu við staðreyndir fyrr en um seinan. Það byrjar nátturulega strax þvælan um að þeir sem vilji fjalla um mikinn straum erlends fólks til landsins sáu rasistar og öfgafullir þjóðernissinnar. Már er spurn, hvenær hefur verið tekin ákvörðun um að Ísland eigi að vera fjölmenningarsamfálag eins og ýmsir svokallaðir pólitíkusar fjasa um að sé hið eina rétta. Því ekki að láta það fara i allsherjaratkvæðagreiðslu. Það má greiða atkvæði um hundahald og hvar flugvöllurinn á að vera og því þá ekki að greiða atkvæði um hvernig þjóðfelagið eigi að þróast. Það er ekki einkamál einhverra spekinga á 101 hvernig framtíðin lítur út.

Það er grundvallaratriði að stjórnvöld taki meðvitaða ákvörð um hvernig þessi mál eigi að þróast og stýri þróuninni eins og skynsamlegast er en láti þessi mál ekki bara þróast einhvernvegin og einhvernvegin. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð að hafa skoðun í þessu efni. Það er til dæmis ósköp billegt að láta umræðuna einvörðungu snúast um að það þurfi meiri pening i að taka á móti útlendingum. Það er of seint i rassinn gripið þegar i buxurnar er komið. Þetta er ekki spurning um að vera eitthvað á móti útlendingum eins og ýmsir vilja vera láta, þetta er spurning að hafa lágmarksstjórnun á því hvernig samfélagið þróast og hvernig framtídin lítur ut.

Hitti hlaupara á námskeiðinu á Ísafirði. Þar er um 20 manna hopur sem æfir reglulega. Það er alltaf gaman að hitta kollegana og heyra af vaxandi áhuga almennings áa þessu sviði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heill og sæll

Þessi umræða er nauðsynleg en kemur aðeins of seint að mínu mati, stærsti skaðinn er skeður. Mér finnst athyglisvert hvernig flestir ætla að snúa umræðunni upp í rasisma því hann kemur þessu máli engan veginn við, samfélagið er bara ekki í stakk búið að taka við þessum fjölda í dag. Hvernig málum verður háttað seinna er hinsvegar þörf umræða. Ef vart yrði við einhvern rasisma þá myndi það gera umræðuna enn alvarlegri því rasisminn myndast yfirleitt þegar einhver kreppa skekur stoðir samfélags.
Þá er eitt sem væri gaman að fá skilgreiningu á til að stuðla að eðlilegri umræðu um málið en það er hvað fjölmenningarsamfélag eiginlega er. Orðið minnir mig helst á innihaldslausan kosningafrasa.

Kveðjur frá Klaustri,
Silli

kókó sagði...

Atvinnurekendur fengu að ráða þessu eins og öðru.
Það er mjög erfitt fyrir fólk utan EES að fá hér dvalar- og atvinnuleyfi og það er allt saman á skrá. Nema það vinni svart og þá eru það aðallega íslenskir atvinnurekendur sem eru að svindla.