mánudagur, nóvember 27, 2006

Fór út í gær með Vinum Gullu í frábæru veðri og kláraði rúma 20 km. Logn, heiðríkja og smá frost. Fór út í bíðunni í eftirmiðdaginn og tók myndir. Vetrarveður gerist ekki betra en þetta. Um kvöldið keyrði ég svo upp í Bláfjöll til að mynda norðurljósin. Þau vöru björt framan en fóru svo dofnandi. Það er enn meir spennandi að mynda í myrkri en björtu því útkoman er ekki eins fyrirsjáanleg.

Skelfing finnst manni oft sögþekkingin vera takmörkuð, ekki síst þegar um er að ræða fólk sem manni finnst að eigi að vita betur.
Nýlega gaf maður út bók með skopteikningum af stjórnmálamönnum og fleirum. Vafalaust hin besta bók. Þá byrja einhverjir blaðamenn að tala um að loksins hafi íslendingar eignast sinn fyrsta skopmyndateiknara. Bíðum nú við. Hefur ekki Sigmund teiknað í Moggann í áraraðir, bækur verið gefnar út með myndum eftir hann o.s.frv. o.s.frv. Halldór Pétursson teiknaði hér áður skopmyndir og annað og fara ekki margir í fötin hans. Á árum áður var Spegillinn gefinn út og var styrkur hans meðal annars skopmyndir af stjórnmálamönnum. Því ættu þessir söguskýrendur aðeins að skoða lhutina betur áður en byrjað er að kyrja loksins, loksins. Mér finnast bestu teiknararnir vera þeir sem ná karakternum í örfáum dráttum.
Ég heyrði viðtal við starfandi friðargæsluliða í útvarpinu á dögunum. Hann var að tala um hve stríð hefði breyst mikið á síðustu 10 - 20 árum og þó mest eftir seinni heimstyrjöldina. Nú væri bæði farið að beita nauðgunum sem herðnaðaraðferð og almennir borgarar yrðu mun meir fyrir barðinu á stríði en áður. Stríðið í seinni heimstyrjöldinni hefði verið háð af herjum sem lágu í skurðum og börðust um ákveðna akra eða landssvæði en það væri nú orðið breytt. Þessi lýsing er fjarri öllu sanni, nema kannski því helst sem varðar skipulagðar nauðganir sem beitt var að glæpamönnum í Balkanstríðinu. Það þarf að leita aftur til fyrri heimstyrjaldarinnar sem hófst fyrir tæpum 100 árum til að finna lýsingar á hernaðaraðferðinni sem áður var lýst. Ég hef síðan trú á því að almenningur í Evrópu hafi fundið nóg fyrir stríðsátökum í seinni heimstyrjöldinni. Hvað með íbúa Dresden? Hvað með íbúa Varsjár? Um 20 milljónir rússa féllu. Hvað með Hírósíma og Nagasaki ef við förum til Japan. Hvað með alla gyðingana sem voru drepnir og þannig mætt áfram telja. Það sem pirrrar mann er að þeir sem taka svona viðtöl af hálfu útvarpsins hafi ekki neitt skynbragð á það sem látið er fara út í ljósvakann heldur sé þetta látið vaða gagnrýnilaust.

Engin ummæli: