miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Sá góða frásögn eftir einn fremsta ultrahlaupara Dana nýlega. Það hafði farið fram umræða á dönskum spjallvef um hve mikið menn þyrftu að æfa fyrir ultrahlaup (100 km og lengri). Ýmsir höfðu verið að leggja höfðuðáherslu á magnið og kílómetrafjöldann. Jan (sá danski) var ósammála þessu. Hann lagði áherslu áað það væri hugsun á bak við æfingarnar frekar en einblína á kílómetramælinn. Lykilatriðið að hans mati er að venja líkamann við að brenna fitu. Ná sér í orku úr líkamsfitunni. Að hans mati gerist það best á æfingum ef harðinn er ekki of mikill. Hann segist ganga alltaf af og til frá upphafi á æfingum. Það hefur í för með sér að túr sem áður tók klukkutíma að hlaupa breytist í meiri fitubrennslutúr og þá taki hann kannski 1,5 klst í staðinn. Hann segist sem dæmi æfa 11 klst í viku og er því skipt niður á fimm daga. Skiptingin milli hlaupa og göngu er 7 klst hlaup og 4 klst ganga. Hann telur ekki kílómetra en skráir tímann. Hann er ekki háður fyrirfram ákveðnum leiðum vegna þessa og heldur frekar lágu tempói. Einusinni +í mánuðu fer hann langan túr sem getur verið maraþon eða lengra. Yfirleitt tekur hann 4 - 6 klst og er þá camelpokinn með í för. Hlaupin taka 2/3 af tímanum en gangan 1/3. Hann hefur nóg að borða og drekka með sér á þessum dögum, einnig til að venja líkamann við það á löngum túrum. Hann notar þessa tækni einnig í löngum hlaupum. Í 100 km hlaupi gengur hann smáspöl svona 60 sinnum í hlaupinu og notar þennan tíma til að borða og drekka í rólegheitum. Það tekur ekki mikinn tíma en hefur þann kost að líkaminn nýtir mat og drykk betur. Meiðslahætta minnkar verulega með þessari aðferð og einnig er auðveldara að æfa ef það er erfitt að fara út. Þessi dani er einn fremsti ultrahlaupari Dana eins og áður segir og hefur oft hlaupið yfir 200 km í 24 tíma hlaupi svo dæmi sé tekið.

Í þessu sambandi var einnig sagt frá því að þeir Danir sem hlupu Sparthathlon sl. haust höfðu borðið saman bækur sínar um hlaupamagn ársins. Flestir voru þeir með um 3000 km á ári. Það er ekki svakalega mikið.

Engin ummæli: