mánudagur, nóvember 13, 2006

Seinni dagurinn á námskeiðinu hja Cristopher Lund va rí gær. Það var fínt og maður lærði helling eins og við var að búast. Það var ekkert hlaupið í gær eins og við var að búast en veðrið lokkaði. Nú stefnir bara í vetur í vikunni svo það verður að fara að draga fram lambhúshettu og utanyfirbuxur.

Fundur í kvöld hjá 100 km félaginu. Nýjir félagar og enn meiri afrek. Þetta stefnir allt í rétta átt.

Það var mikil prófkjörahrina um helgina. Víða kosið og úrslitin eins og kjósendur vildu en spurning með aðra. Það er talað dálítið um það af stjórnmálskýrendum að það sé karlahalli í efstu sætum á landsbyggðinni. Nú geta ástæður fyrir því verið margháttaðar en ég held að það megi ekki gleyma því að landsbyggðarkjördæmin þrjú eru gríðarstór. Norðvestur kjördæmi nær frá Akranesi vestur um firði og alla leið í Fljótin. Síðan nær Norðaustur kjördæmi frá Siglufirði og alla leið að sýslumörkum S - Múl og A - Skaft (einhversstaðar fyrir austan Lónið) og síðan nær Suður kjördæmið frá Höfn í Hornafirði (Lóninu) og alla leið til Vatnsleysustrandar. Þeir vita sem til þekkja að þessi kjördæmi eru gríðarlega stór og ef þingmenn ætla að halda sæmilegu sambandi við kjósendur sína þá útheimtir það mikil og erfið ferðalög að sumri jafnt sem vetri. Ef þingmenn sinna því ekki þá er sagt; "Hann kemur aldrei" og hann fær ekki fylgi í næsta prófkjöri.

Ég held, en ef að sjálfu sér ekkert fyrir mér í því annað en common sence , að konur leggi síður í að sækjast eftir þingmennsku í landsbyggarkjördæmum vegna hins gríðarlega álags og ferðalaga sem starfinu fylgir ef vel á að vera. Það er erfitt að sinna þingmennsku í landsbyggðarkjördæmunum. Því er það mín skoðun að fyrirkomulagið sjálft sé vandamálið en ekki það að konur á landsbyggðinni sækist síður eftir því að takast á við ábyrgðarmikil störf en á höfuðborgarsvæðinu. Svokallaðir "stjórnmálaskýrendur" minnast aldrei á þessa hlið mála. Kannski er hún einfaldlega vitlaus?

1 ummæli:

kókó sagði...

Þetta hefur oft verið í umræðunni og ekki síst hjá formönnum flokkanna. Skýrir samt ekki hví þær konur sem bjóða sig fram fá ekki fylgi.
Og þá komum við að kjarna málsins. Hvers vegna eiga konur síður heimangengt?