laugardagur, nóvember 04, 2006

Maður á náttúrulega ekki að vera kvikindislegur en þar sem ég sit við tölvuna og er að hlusta á Útvarp Sögu þá dynja á mér auglýsingar um að tryggja Dögg Pálsdóttur fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem FÓR fram þann 27. október.

Mér fannst það gott sem Arnaldur Indriðason sagði í morgun í viðtali í Fréttablaðinu um að framboð á fjölmiðlum sé svo mikið að það hafi örugglega aldrei jafn margir sagt jafn lítið um jafn margt eins og gerist nú á tímum. Þetta er náttúruleag rétt. Blaðrið er yfirgengilegt. Vitaskuld verða frétta- og dagskrárgerðarmenn að fylla út sínar mínútur og fercentimetra en sama er. Nú er allt yfirfullt í fjölmiðlum af því að einhver kona vill skipta út köllunum á götuljósum fyrir konur í nafni jafnréttisbaráttunnar. Fyrr má nú vera andsk.. vitleysan. Eiga karlmenn að ganga af göflunum yfir því að jörðin er með kvenkyns nafn að maður tali nú ekki um sólina og stjörnurnar. Tunglið er meira að segja hvorukyns. Kvenkyns prestar heimta að guð verði kvenkenndur. Eiga karlar að heimta að það verði skrifað og sagt sólinn og jörðinn?? Ég sé ekki annað en það verði að mæta rugli með bulli. Ég fór að hlaupa úti í morgun og félagi minn vakti athygli á því að göngustígurinn er merktur með karli sem er meira að segja með hatt. Skyldi götuvitakonan ekki hafa rekið augun í þetta?

Fór niður í Kringlu í gærkvöldiu og tefldi eina skák við Hrafn. Þá var hann kominn í 125. Hann vann að sjálfsögðu á snaggaralegan hátt. Kom við í morgun og tók nokkrar myndir af honum. Þá var hann búinn að vera að í 27 klst og tefla um 190 skákir. Glæsilegt hjá honum.

Fór ca 25 km í morgun í góðu veðri. Ætla til Ísafjarðar í eftirmiðdaginn ef verður flugfært. Kannski verðum við að keyra.

Engin ummæli: