laugardagur, júlí 21, 2007

ATC Dagur 3.

Tad var morgunmatur kl. 7.00 i morgun. I morgunmatnum var deilt ut GPS punktum og korti yfir leid dagsins. Verkefni dagsins var ad roa yfir fjordinn og klifa Pohelmfjall sem er rumlega 1000 metra har granitklettur og roa sidan tilbaka. Vid forum ad gera batinn klaran uppur kl 9.00 og vorum klarir kl. 10.00 tegar fallbyssuskotid, sem ræsir keppnina, reid af. Madur turfti ad hafa med ser dot i sjopokum yfir vegna gongunnar og var tvi trodid undir tofturi sjopokum. Tegar skotid reid af toku allir a ras med batana nidur ad hofn tar sem teir voru sjosettir. Okkur gekk vel ad komast a flot en tvo lid lentu vist a hvolfi. Okkur gekk hins vegar ekki nogu vel ad roa yfir fjordinn. Attum i erfidleikum med ad halda rettum kurs tvi samhæfingu vantadi. Vorum einna sidastir i land eftir tæpan klukkutima rodur. Vid vorum hins vegar mjog snoggir ad gera okkur klara i gonguna og skildum a.m.k. fimm lid eftir i fjorunni. Leidin upp fjallid er bædi brott og grytt. I tessu umhverfi kom okkar styrkur i ljos. Bædi tekkir Trausti leidina mjog vel og sidan erum vid tiltolulega godir a brattann. Fyrsti tjekkpunktur var i fjorunni, annar tjekkpunktur var a hæd i tokunni eftir ca 2ja km gongu, tridji punktur var i 850 m. hæd og tar hætti timatakan og fjordi punktur var a toppi fjallsins i rumlega 1000 m hæd. Vid rotudumst afram og forum hratt yfir. Vid saum ad okkur midadi nokkud vel afram tvi bædi skildum vid lid eftir og drogum onnur uppi. Vid urdum sidan nr. 5 i tjekkpunkt 3. Manni leist ekkert a tad sem eftir var, snarbrattur hryggur med hyldypid a badar hlidar. En tad var ekkert um ad ræda, upp vard madur ad fara. Tetta gekk nokkud vel. A einum stad turfti ad fara i belti med oryggislinu og klifra upp trepastiga en annars var tetta svona pril og upp komumst allir. A nokkrum odrum stodum var lina til studnings. Utsynid var magnad af toppnum og vel tess virdi ad hafa prilad upp. Tokunni hafdi lett svo utsyndid var gott a allar hlidar. Tad var logn og frekar hlytt svo adstædur voru finar.

Svo var prilad nidur ad punkti 3. Tar fengum vid okkur ad borda og vorum sidan klarir i seinni hluta timatokunnar. Vid letum gamminn geysa nidur eftir tvi sem mogulegt var. Trausti tekkti leidina eins og hendina a ser sem skiptir miklu mali. Vid komum nidur i fjoru eftir tæpan klukkutima og skelltum batnum a flot eftir stutta dvol i fjorunni. Rodurinn gekk ekki nogu vel en to betur en um morguninn. Tad var gott ad lenda vid bryggjuna og geta teygt ur fotunum. Landtakan gekk vel. Sidan hlupum vid med batinn upp i hus og gerdum hann klaran. Ta var Halldor Blondal staddur tar vid annan mann og fagnadi hann londum sinum vel. Hann er ad sporta sig a Grænlandi vid veidar og fleira. Timi dagsins var 4 klst og 5 min sem dugdi okkur i fjorda sæti, 3 minutum a eftir lidinu sem er i tridja sæti en tad er ad hluta til fra Nyja Sjalandi. Tvo Grænlensk lid eru efst a um 3.40 klst. Danskt lid sem spad var sigri for villur vegar i tokunni og tafdist mikid.
Petur, Eddi og stulkurnar tvær komu i mark tolvert a eftir okkur en eg hef ekki timann a teim. Timinn a teim var um 5 klst og 15 min. Tau eru betri rædarar en vid.

A morgun verda hjolreidar. Tad er ekki okkar sterka hlid, a.m.k. ekki min en timinn er mældur a sidasta manni. Tad er hins vegar mikid eftir. Vedurspain er heldur god og liklega hangir hann turr fram a midvikudag. Tad er ekki of hlytt sem heldur flugunni i skefjum. Vil erum allir i godum gir eftir daginn en tad ma ekki alltaf mikid ut af bera tegar hlaupid er lengi i brattlendi, grjoti og skridum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsileg byrjun hjá ykkur, gangi ykkur vel á hjólunum.

Nafnlaus sagði...

Já þetta er geggjað hjá ykkur. Hef fulla trú á ykkur
Bibba

Nafnlaus sagði...

Spennandi... hlakka til að lesa meira. Gangi ykkur vel.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir godar kvedjur. Tad var svolitid fyndid tegar eg for ad tala um lidid med gamla manninum. Hann er vist bara ari eldri en eg!!!

Nafnlaus sagði...

Seiglan skilar ykkur áfram.
Komaso!