miðvikudagur, júlí 18, 2007

Var í útréttingum í gær fyrir Grænlandsferðina. Ég verð að segja að "sponsörinn" Intersport á varla skilið að hópurinn leggi nafn sitt við fyrirtækið. Það eina sem ég hef keypt með afslætti hjá fyrirtækinu og kem til með að nota á Grænlandi eru broddar. Annars vísa starfsmenn fyrirtækisins manni í hinar eða þessar búðir, nú eða á internetið. Útilíf á það sem mann vantar, meir að segja flautu að ég tali ekki um stórverslun Daníels Smára í Ármúlanum. Hann gerir allt fyrir okkur sem hann getur og fær ekkert nema þakklæti að launum, alla vega ekki nafn sveitarinnar.

Það eina sem er eftir er að klára matarinnkaupin fyrir langa legginn og láta laga mittisbeltið sem kom svolítið hnaskað frá Laugaveginum. Veðurspáin í Kúlusúk fer heldur batnandi. Það spáir rigningu á föstudaginn sem verður notaður í alls kyns snudd en léttskýað bæði á laugardag og sunnudag þegar keppnin er hafin. Hitinn er svona 11 oC á daginn en fer niður í 3 oC á nóttunni. Nauðsynlegt að hafa síðar með þegar gist verður í tjöldum. Það er góð internet tenging í skólanum þar sem við gistum svo maður getur látið vita af sér og skýrt frá hvernig öllu vindur fram. Þetta verður spennandi. Við fljúum á morgun til Kúlusúk og förum þaðan með báti yfir til Tasiilaq.

Dagskráin er svona í grófun dráttum:

July 19th 2007 Arrival in Kulusuk- transportation to Tasiilaq, Ammassalik Island.
July 19th 2007 Welcome dinner
July 21st 2007 Race start, Ammassalik Island
July 25th 2007 Race Finish.
July 26th 2007 Post-race dinner and awards ceremony
July 28th 2007 Departure

Pétur og Ásgeir áttu að vera í kastljósinu í gærkvöldi en líklega var stórfréttin um að ein Nylonstelpnanna væri hætt í flokknum tekin fram yfir þá. Það er eðlilegur hlutur. Maður sér hvað fólk er slegið yfir þessu, það gengur í hópum grátandi um göturnar og þulur sjónvarpsins mátti vart mæla sökum ekka. Ástandið hérlendis er næstum því eins og þegar Kim Il Sung, barnavinurinn mesti í Norður Kóreu, kvaddi þennan heim. Áfallahjálp er í boði fyrir landsmenn hvort sem þeir vilja eða vilja ekki.

Ég hef verið að glugga í norrænu blöðin að undanförnu. Þar er mikið fjallað um ástandið á sólarströnd í Búlgaríu sem kölluð er Sunny Beach og norðurlandabúar hafa verið að hópast til á undanförnum misserum. Þar er verðlag lágt og brennivín þar af leiðandi ódýrt. Ásandið þar virðist vera á þann veg að umhugsunarvert sé hvort skynsamlegt sé að fara þangað, alla vega fyrir unglinga. 24 ára gamall svíi var drepinn þar í fyrradag af dyravörðum á einhverjum bar og lögreglan stóð hjá og horfði aðgerðalaus á. Annar svíi 17 ára gamall fékk brennivínsslag á bar og dó þar fyrir nokkrum dögum. Fjórum dönskum stelpum var nauðgað þessum stað á 10 daga tímabili fyrir skömmu. Andrúmsloftið í Búlgaríu hefur ekki breyst mikið frá dögum kommúnismans en þá þótti þetta vera eitt af verstu löndunum innan Sovétklansins.

Hvaða ferðaskrifstofa ætli selji ferðir á þennan stað? Skrítið að þetta skuli ekki hafa ratað í fjölmiðla hérlendis. Líklega eru fréttamenn uppteknir á útkikki við að svipast um eftir hvort það sé komin new hooker in town.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel Gunnlaugur minn:-)

Nafnlaus sagði...

Gunnlaugur, þetta er rangt hjá þér með Kastljosið, Grænlandsfarana og Nylon. Grænlandförunum var frestað um einn dag vegna viðtals við stúlkuna sem var vísað frá USA án þess að fá að taka unga dóttur sína með. Einsog það er nú oft fínt að lesa bloggið þitt þá ertu nánast undantekningalítið langt úti á túni þegar þú fjallar um fjölmiðla. Og ætli það hafi ekki fleiri áhuga á nælon en Grænlandsferðinni ykkar, með fullri virðingu.

kveðja,

Sigmar Guðmundsson