sunnudagur, júlí 01, 2007

Var að kíkja á Ironmanninn í Þýskalandi. Það var lagt upp í morgun kl. 7.00 að staðartíma. Sé að Ásgeirarnir eru komnir í mark. Ásgeir Elíasson varð nr. 1115 á tímanum 11.21.06 og Ásgeir Jónsson varð nr. 1311 á tímanum 11.41.24. Bibba er búin að klára sundið (3.8 km) og hjólatúrinn (180 km) á ca 9 klst og er í maraþonbrautinni sem stendur. Ef ekkert mjög sérstakt kemur upp á þá ætti hún að klára þessa þraut með miklum sóma og er þó varla nema með aðra hendina í lagi. Til hamingju öll sömul og Bibba sérstaklega, nema hvað. Mér finnst frekar vont að leita að upplýsingum á vef hlaupsins, ég finn til dæmis ekki lengur þátttakendalistann sem ég var að skoða í morgun. Það er nefnilega fjórði íslendingurinn í brautinni sem ég man ekki hvað heitir.

Bibba er komin í mark á 15.24. Glæsilega gert. Eitt er að klára Ironman þegar allt gengur vel í undirbúningnum sem er afrek út af fyrir sig en að brjóta viðbeinið ca tveim mánuðum fyrir keppnina og klára hana engu að síður, það gerir bara járnkelling sem talandi er um.

Engin ummæli: