mánudagur, september 18, 2006

Fór ekkert út að hlaupa í gær. Laugardagurinn var ágætur fyrir helgina alla. Enda þótt maður sé ekki í sérstakri æfingu þá má komast langt með því að undarbúa sig vel með því að borða vel áruð og þá almennilegan mat en ekkert pastarusl. Hauga í sig vítamínum og steinefnum fyrir hlaup og síðan passa vel upp á orku- og vatnsbúskapinn í hlaupinu sjálfu. Salttöflur eru gott meðlæti.

Sænksa ríkistjórnin féll í gær. Ég hef fylgst með sænskum innanríkismálum síðan ég flutti þangað haustið 1980. Sænska velferðarkerfið var lengi vel fyrirmynd annarra ríkja en það má segja að á senni árum hefur fyrirmyndin snúist í andhverfu sína. Hið svokallaða velferðarkerfi í Svíþjóð er nú frekar tekið sem dæmi um hina lamandi hönd ofstjórnunar og ofverndunar. Opinberlega er atvinnuleysi í landinu 6 - 8%. Í raun segja menn að það sé hægt að færa að upp í allt að 20% þegar með eru teknir þeir sem eru hættir á atvinnumarkaði fyrir aldur fram og eru í AMS kerfinu eins og það hét (og heitir kannski enn) sem eru störf sem ríkið fjármagnar og eru hugsuð sem aðlögun að atvinnulífinu. Það segir sig sjálft að þegar svo hátt hlutfall fólk sem er á vinnualdri er ekki þátttakendur í atvinnulífinu þá kostar það þjóðfélagið gríðarlega fjármuni að halda þeim uppi. Þetta kemur meðal annars fram í háum sköttum sem eru með því hæsta sem gerist í okkar heimshluta. Sænsku kratarnir eru einnig sakaðir um valdhroka og að hafa fjarlægst almennig. Það kemur vel fram í orðum ritara flokksins sem brást þannig við tapinu: "Við höfum ekki gert neitt rangt". Sem sagt flokkurinn hefur gert allt rétt, það eru bara kjósendur sem eru svo vitlausir að skilja það ekki. Þá þarf líklega að skipta um kjósendur eða hvað á maður að halda!!!
Það er vonandi að hægri blokkin geti látið ferska vinda blása um sænskt þjóðfélag á komandi árum. Það veitir ekki af. Í þessu samhengi er allrar athygli vert hve hægri flokkurinn hefur aukið við sig. Það er gömul saga og ný að forysta sem leggur fram skýran valkost, og byggir starfið á á mikilli vinnu, trúverðugleik og góðri framsetningu skorar alltaf hjá kjósendum.

Ég hlustaði á hluta af viðtali hjá Jónasi á föstudagskvöldið. Hann var þar að ræða við konu sem býr í Los Angeles. Hún lýsti því meðal annars hvílík tímamót það hefðu verið þegar þau hjónin fengu bandaríska kennitölu. Maður ber það saman við stöðuna hér. Það verður allt vitlaust ef fólk sem flytur til landsins fær ekki kennitölur hraðar en hratt. Maður heyrir af fólki sem flytur til landsins á laugardegi og skilur börnin eftir fyrir framan grunnskólann á mánudagsmorgni þegar það fer í vinnuna. Allt óklárt, vottorð, kennitölur, skráning o.s.frv. o.s.frv. Það er sótt um 100 kennitölur á dag þessar vikurnar heyrir maður. Svo eru allir hinir sem eru fyrir utan kerfið. Ég held að menn séu á hættulegri braut enda þótt atvinnulífið þurfi á vinnuafli að halda.

Engin ummæli: