miðvikudagur, september 27, 2006

Sá nýlega að Meryl Streep kvartaði yfir því að hlutverk sem skrifuð væru fyrir konur sem komnar væru yfir sextugt væru yfirleitt alveg ferleg. Konum væri lýst sem hinum verstu hexum og eiginlega hálfgerðum nornum. Nú má þetta vel vera og ekki hef ég ástæðu til að rengja Meryl. Hún er fín leikkona og trúverðug á svipinn. en hvað skyldi hún segja ef hún væri íslenskur karl og horfði á auglýsingar. Oft er körlum lýst í auglýsingum hér sem bjánum og ösnum. Kunnugir segja að eftir að Simpsons seríurnar hafi náð verðskulduðum vinsældum, þá hafi verið allt að því gefið veiðileyfi á karla hvað þetta varðar. Síðasta auglýsingin frá Mamma.is er náttúrulega alveg dæmigerð fyrir þennan trend. Karlinum er lýst sem annaðhvort heimskum eða vitlausum sem nennir ekki einu sinni að horfa á sjónvarpið og tekur ekki eftir því að það sé bilað. Hvað skyldi koma næst?

Það var ganga í gærkvöldi niður Laugaveginn. Ég er fyrir norðan og sá dálítinn hóp fólks ganga hér um götur. Gott mál því veðrið var heldur gott. Það er hið besta mál að fólk taki sig saman og gangi eitt eða annað ef það hefur áhuga á, Hitt er svo annað mál hvort ríkissjónvarpið eigi að rjúfa dagskrá oftar en einu sinni og oftar en tvisvar til að auglýsa gönguna. Ég hef áður minnst á það að mér finnst sjónvarpið vera gróflega misnotað sem áróðursmaskína. Sú skoðun mín var staðfest í gærkvöldi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég geri ráð fyrir að þú teljir að ferlið við ákvörðun um virkjun Kárahnjúka hafi sanngjarnt og lýðræðislegt?!?!?

Stendurðu í þeirri meiningu að þetta hafi ekki verið frétt í gærkvöldi? 12 þúsund manns mæta með dagsfyrirvara með fyrrverandi forseta þjóðarinnar í broddi fylkingar og þú gerir athugasemdir við að inn í þjóðmála-/menningarþáttinn Kastljós sé skotið inn myndum frá göngunni, meðan á þættinum stendur.

Afhverju eru bændur Mývatnssveitar, Laxárdals og Aðaldals ekki réttnefndir hryðjuverkamenn í sögubókum okkar Íslendinga? Þeir eru þó eina fólkið sem sprengt hafa stíflu hér á landi, sem var "lýðræðislega" ákveðin. Ég geri ráð fyrir að það fari svolítið eftir því hvaða hug við berum til náttúrunnar, hvaða nöfnum við nefnum sveitunga mína. Eru þeir hryðjuverkamenn eða eru þeir hetjur?

Nafnlaus sagði...

gleymdi aftur að undirita,

Kveðja Halli