laugardagur, september 23, 2006

Fór í kvöld á myndina um Jón Pál. Þetta var góð mynd, bæði skemmtileg en einnig mjög sorgleg. Jón Páll, þetta ofurmenni, maðurinn sem sigraði allt og alla, féll frá þegar lífið er rétt að byrja hjá flestum. Ég held að íslendingar hafi ekki gert sér grein fyrir hve stórt nafn Jón Páll var í alþjóðlegu samhengi á þessum tíma og er víða enn. Hann hefur verið einstakur á margan hátt. Hann setti markið hátt og náði á toppinn, en var engu að síður hvers manns hugljúfi. Maður gat ekki annað en komist við þegar maður sá harðsvíraða kraftajötna klökkna, fjórtán árum eftir lát hans, þegar þeir minntust hans.

Engin ummæli: