fimmtudagur, september 14, 2006

Rakst á lista yfir þá norðurlandabúa sem hafa hlaupið 100 Mílur.

Lista på samtliga nordbor som har fullföljt ett 100-miles lopp fram till och med augusti 2006:

Sverige
1. Robert Alnebring, WS-94 (28:27:31), 95 (29:27:01), 99 (29:37:10)
2. Kjell-Ove Skoglund, WS-95 (25:55:27)
3. Mikael Wettergren, WS-96 (28:49:11), 96 (28:35:06)
4. Mats Ekman, WS-96 (29:28:47)
5. Cecilia Petersson, WS-00, (29:46:14), 01 (29:40:34), WS-02 (26:21:06), Rio del Lag-02 (25:34:29)
6. Stefan Samuelsson, Tjeckien-05 (27:54:36)
7. KG Nyström, Titusville-05 (28:21:44)

Norge
1. Bjarte Furnes, WS-95 (26:26:10)
2. Lars Saetran, OD-96 (22:43:51), Vermont-00 (21:11:57), WS-04 (23:38:22)
3. Eiolf Eivindsen, WS-05 (29:13:31)
4. Trond Sjåvik, WS-05 (29:13:31)

Danmark
1. Kim Rasmussen, WS-05 (27:39:28)

Island
1. Hoskuldur Kristvinsson, Mohican-05 (29:41:03)
2. Gunnlaugur Juliusson, WS-05 (26:14:14)

Finland
1. Pasi Kurkilahti, Hardrock-06 (35:58:21)

Flest 100-miles lopp i Norden har Cecilia Petersson gjort - fyra stycken. Snabbaste tiden har Lars Saetran - 21:11:57. Observera att många löpare i Norden har sprungit längre och passerat 100 miles på snabbare tid i andra lopp, många har också deltagit i 100 miles-lopp men ej fullföljt.

Það eru samtals fimmtán norðurlandabúar sem hafa hlaupið 100 mílur, þar á meðal við Höskuldur. Það kemur mér á óvart að einungis einn dani og einn finni hafa hlaupið þessa vegalengd. Það eru hins vegar margir fleiri norðurlandabúar sem hafa hlaupið lengri vegalengd en 100 M svo sem í 24 tíma haupi eða Sparthathlon, svo dæmi séu nefnd.

Ellefu norðurlandabúar hafa hlaupið Western States sem er LSD (Lang Stærsti Draumur) hvers ultrahlaupara. Ég sé að ég hef náð þriðja besta tíma norðurlandabúa í hlaupinu í fyrra. Ég þekki þarna nöfn eins og Lars Saetran, Kjell Ove Skoglund og Robert Alnebrink sem allir þekkt nöfn á hinum lengri vegalengdum, að ég tali ekki um þá Eiolf, Trond og Kim sem voru með í WS í fyrra.

Það eru sex skráðir í 100 M hlaupið á Skáni sem verður á helginni. Ef ég hefði vitað af því í vor er aldrei að vita nema að maður hefði stílað á að taka þátt í því.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður verður nú að fara að drífa sig á þennan lista!

Hvernig stendur á flugi, náum við ekki hlaupinu á Skáni eftir 6 tíma hlaupið?