þriðjudagur, september 05, 2006

Það hefur vaknað nokkur umræða eftir atburðina í Skeifunni um helgina þegar lögreglan þurfti að klást við um 200 unglinga sem köstuðu grjóti og glerflöskum á hana í kjölfar þess að lögreglan taldi sig hafa ástæðu til að hafa afsipti af einhverjum úr hópnum. Lauk svo samskiptum lögreglunnar og hópsins að 10 einstaklingar voru settir í steininn. Í sjónvarpinu í kvöld var svo talað við einhverja sem ekki vildu koma fram undir nafni en fullyrtu að lögreglan hefði beitt óþarfa harðræði og handtekið saklaust fólk. Hvaða fréttamennska er þetta að láta einhverja sem þora ekki að kannast við það sem þeir eru að segja halda fram ósönnuðum fullyrðingum sem geta verið gripnar út úr loftinu í garð þeirra sem eiga að gæta laga og reglu í þjóðfélaginu? Þetta er svona í svipuðum dúr eins og framkoma fréttamanna hefur verið í garð lögreglunnar fyrir austan í allt sumar. Lygaþvælan dundi vikum saman í eyrum almennings um óendanlegt harðræði lögreglunnar í garð svokallaðra mótmælenda (sem gætu eins heitið skemmdaverkamenn). Fullyrt var að hvergi í Evrópu beitti lögreglan öðru eins harðræði og fantaskap og hérlendis. Trúi nú hver sem vill. Eina tilvikið sem hægt var að festa litla fingur á var þegar lögregluþjónn ýtti við myndatökumanni sem steig við ýtinguna aftur af gangstétt. Það var ekki annað hægt að sjá en sá hinn sami hafi verið sendur á vettvang til að próvókera lögregluna því annar myndatökumaður lá í leyni og myndaði ýtinguna. Þarna var því verið að reyna að búa til glæp og ávirðingar. Fréttaflutningur fjölmiðla í sumar hné allur í þá átt að espa almenning gegn löggunni og gera málstað hennar verri. Hvað á lögreglan að gera þegar hún verður að nota skildi og kyfur gegn tugum eða hundruðum einstaklinga sem kasta grjóti og flöskum? Vitaskuld beitir hún tiltækum ráðum. Ef þetta fer að verða algegnt að stórir hópar fólks snúist til árásar á lögregluna í götubardögum þá hefur maður séð í sjónvarpsfréttum svona svið hreinsað á mjög einfaldan og áhrifamikinn hátt. Öflugir vatnsbílar aka um viðkomandi götur og smúla þær hreinar. Er það þetta sem fólk er að biðja um?


Stundum er eins og ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í tengslum við raunveruleikann. Dómsmálaráðherra hefur rætt um nauðsyn þess að setja á fót leyniþjónustu hérlendis. Ég held að ástandið í fíkniefnaheiminum sýni það svart á hvítu að á því er mikil nauðsyn. Eitthvað verða stjórnvöld að gera ef erlendar mafíur eiga ekki að ganga hér um garða óáreittar og eitra samfélagið meir en orðið er. Nei, þá rísa einhverjir besservisserarnir upp á afturlappirnar, rita snjalla grein í blöðin þar sem þeir finna þessum hugmyndum allt til foráttu. Ísland er hreint, óspjallað og án vandamála eða ógnana. Við þurfum enga leyniþjónustu.

Um helgina færu nokkrir vinstri menn að því digur rök að hægri menn gætu ekki verið umhverfissinnar og náttúruverndarsinnar, slíkt væri einungis fært þeim sem störfuðu á vinstri væng stjórnmálanna. Mig minnir að ég hafi heyrt þetta áður. Hér áður fyrr á árunum fullyrtu austantjaldsríkin að aðbúnaður starfsfólks í atvinnulífinu og aðgát fyrirtækja í mengunar- og umhverfismálum væri hvergi betri en í Austur Evrópu. Það væri vegna þess að fyrirtækin væru rekin með hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúmi en ekki í hagnaðarskyni. Þarlendis sögðust valdhafar sem sagt vera búnir að upphefja hið efnahagslega þyngdarlögmál. Annað kom svo á daginn þegar tjaldið féll. Hvergi í Evrópu tíðkaðist meiri villimennska í umhverfismálum en í löndum kommúnistanna fyrir austan tjald. Virðingarleysið fyrir umhverfinu og mannfólkinu var óendanlengt. Ég hef búið í Rússlandi í tæpt ár og komið þangað nokkrum sinnum að auki þannig að ég veit aðeins hvað ég er að tala um. Í ljósi þessa vil ég fara varlega í að skrá heimilisfesti á umhyggju fyrir umhverfinu á einn stað öðrum frekar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Undir ýmislegt má taka hjá þér eins og oft áður. Það verður samt ekki á móti mælt að lögreglan verður ekki sökuð um að vera laginn í samskiptum sínum við "skemmdarverkamenn" (fólk sem mótmælir með því að standa kjurrt). Ekki ætla ég að réttlæta skrílslætin í unglingunum.

Við erum samt voðalega kát þegar þetta sama "skemmdarverkafólk" mótmælir endurvinnslu kjarnorkuúrgangs við Dounreay. En þá að vísu hentar það hagsmunum okkar. Í þessu sambandi má síðan minna á að Skipulagsstofnun lagðist gegn Kárahnjúkavirkjun vegna umhverfisáhrifa og að framkvæmdin væri alls ekki nógu vel undirbúin. Það skipti siðan engu máli á endanum og því kanski ekki undarlegt að einhverjir andævi með þessum hætti sem raun ber vitni. Það finnst nefnilega sumum að þetta sé eitt stærsta umhverfisslys í Evrópu í seinni tíð.

Hlaupa kveðja Halli.

ps. verður ómögulegt að vera með í þessu 6 tíma hlaupi ef manni dytti það í hug daginn fyrir hlaup?