miðvikudagur, apríl 16, 2008

Er farinn að hlaupa úti þrisvar á dag. 8 km upp úr kl. 6 áður en ég fer að vekja mannskapinn, 4 km í hádeginu og svo 13 km um kvöldið. Ætla að halda þessu eitthvað áfram. Þetta er fínt og égg finn ekki fyrir álaginu. Síðastu sjö dagar eru komin hátt í 170 km sem er það lengsta sem ég hef klárað hingað til. Gæti þess vegna verið meira. Ætla að fara svipaða vegalengd þessa viku. Ég er ekki í vafa um að betra rekoverí hefur sitt að segja í þessu sambandi. Fæ mér alltaf góðan Herbalife slurk eftir hlaupin og einnig áður en lagt er í hann þegar um lengri hlaup er að ræða.

Umræðan um pólska glæpamanninn hefur verið fróðleg. Maður vissi ekki hvað var á seyði þegar Kastljósið var komið með kauða í drottningarviðtal í gærkvöldi. Hann sagðist náttúrulega verða með eins hreina samvisku eins og kórdrengur. Það sagði líka sænski vörubílstjórinn sem var tekinn höndum í síðustu viku og ásakaður um að hafa rænt 12 ára stúlku í Dölunum. Nú er komið í ljós að hann bæði drap stúlkuna og eins unga konu fyrir um 10 árum. Fleira getur verið eftir. Maður bara skilur ekki hvað liggur að baki því að Kastljósfólk dregur svona lið í viðtal og löggan bíður fyrir utan að taka hann höndum. Í hvaða landi ætli svona væri gert. Ekki neinu af okkar nágrannalöndum. Maður skammaðist sín fyrir útnesjamennskuna. Síðan hefur komið eitt og annað í ljós. Lög og reglur hérlendis er á þann veg að glæpamenn eiga tryggara skjól hérlendis en í öðrum nálægum löndum. Hvað er eiginlega á döfinni? Er verið að gera grín að okkur. Það stóð ekki á því að tilskipanir ESB um að bannað væri að kveikja í Jónsmessubáli væru innleiddar með tilheyurandi sektarákvæðum en þegar kemur að glæpamömnnum þá er allt annað uppi á tengingnum. Það va rreyndar ítrekað í fréttunum í kvöld hve glæpamenn eru bornir á h0ndum sér hérlendis þegar sýnt var frá þriggja stjörnu hótelinu á Akureyri. Fangavörðurinn sagði að fyrst þessir menn hefðu lent í því að verða læstir inni þá yrðu nú að gera almennilega við þá. Ég hélt að þarna væri á ferðinni dæmdir glæpamenn sem þyrfti að taka úr umferð úr samfélaginu. Þjófar, morðiingjar, dópsalar og / eða barnaníðingar. Þurfa þeir eitthvað sérstaklega nærgætni á meðan þeir eru læstir inni. Ekki að mínu mati.

Engin ummæli: