Ég hef stundum verið að velta fyrir mér því ekki sé framkvæmd reglubundin krabbameinsskoðun hjá karlmönnum þar sem reynt er að átta sig á hvort krabbamein í blöðruhálskirtli geti verið að hreiðra um sig. Oft uppgötvast meinvætturinn ekki fyrr en alltof seint. Um áratugaskeið hefur konum verið boðið upp á reglubundna krabbameinsskoðun og hefur það vafalaust bjargað heilsu og lífi fjölmargra. Ég skrifaði niður í Krabbameinsfélag í vetur og spurðist fyrir um þetta. Ekki stóð á svari og var mér samstundis boðið að koma niður í Krabbameinsfélag í Skógahlíðinni og kynna mér málið. Guðrún Agnarsdóttir og samstarfsmaður hennar tóku á móti mér og fóru ítarlega yfir viðfangsefnið og borðuðum við hádegisverð á meðan. Þetta var mjög fróðlegt og ekki efa ég að þar sé unnið eins og hægt er úr þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru. Eins og venjulega þá eru fjármunir takmarkaðir og getur Krabbameinsfélagið t.d. ekki gert það sem það vildi gera hvað varðar aukna áherslu á rannsóknir hjá karlmönnum sökum fjárskorts. Þær sögðu mér frá bækling sem var um það bil að koma út sem er meintur til að örfa umræðu um þessi máli. Bæklingurinn kom skömmu síðar með póstinum og er hann fínn, en maður veltir fyrir sér hví er ekki búið að gefa svona bækling út fyrir löngu. Það er nauðsynlegt að vekja upp umræðu um þessi mál og hvetja karlmenn til að gera það sem hægt er til að kanna hvort ekki sé allt með felldu. Ég fór snemma í þessum mánuði í skoðun hjá heimilislækninum þegar ég átti erindi við hann. Sáraeinfalt og gefur ákveðna vísbendingu. Síðan þarf maður að fara í blóðprufu niður á Borgarspítala. Geri það sem fyrst. Niðurstöður úr þessum skoðunum gefa ekki óyggjandi niðurstöður en þær gefa ákveðnar vísbendingar. Betur gert en ógert.
Hópur fólks hljóp Þingvallavatnshlaupið á laugardaginn. Flestir fóru alla leið en allhvasst var leiðina upp með vatninu að vestanverðu. Vindurinn kom síðan í bakið á leiðinni til baka og var þá allt heldur skemmtilegra. Þingvallavatnshlaupið er manndómsvígsla hlaupara sem vilja kanna hvernig þeim hentar að hlaupa langt.
mánudagur, apríl 28, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli