þriðjudagur, apríl 22, 2008

Ég er að verða góður í maganum. Fór út í morgun og var ansi ræfilslegur en strax betri í hádeginu. Það tekur smá tíma að jafna sig eftir að hafa borðað lítið í á annan sólarhring.

Það var vænn hópur sem hljóp í Boston í gær eða í allt 35 manns. Aðstæður voru fínar samkvæmt sjónvarpinu í kvöld. Boston maraþonið er með þeim erfiðari, bæði vegna þess að það er svo mikið af brekkum upp og niður og einnig vegna þess að gatan er steypt og því harðari en velnjulegt asfalt. Í fréttum var einungis sagt frá þeim fremstu í Boston. Þegar ég las blöðin eftir London maraþonið í hitteðfyrra þá voru fyrstu menn ekki aðalfréttaefnið, heldur þetta venjulkega fólks em hleypur maraþon á sínum hraða en myndar þann mikla fjölda (35.000 manns) sem tekur þátt í hlaupinu. Það eru ekki þeir fimm fyrstu sem gera þessi hlaup svo stór sem raun ber vitni heldur fjöldinn, almenningur. Fjölmiðlar hér heima klikka eins og oftast á því að sjá það fréttaefni sem er í því að fleiri tugir eða á annað hundruð manns er að fara erlendis á hverju ári að hlaupa maraþon. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir tiltölulega fáum árum. Langhlaup af ýmsum toga eru orðin sannkölluð almenningsíþrótt hérlendis. Reyndar var fínt viðtal við Sibbu í 24 stundum í morgun. Hún stóð sig frábærlega í London og sigraði sinn aldursflokk. Helga Björnsdóttir vann slíkan sigur einnig í Berlin fyrir nokkrum árum en þá þótti engum fjölmiðli það vera fréttaefni. Aftur á móti virðast ákveðnir íþróttamenn vera áskrifendur að umfjöllun í fjölmiðlum, jafnvel þótt þeir vermi yfirleitt síðustu sætin eða sitji á tréverkinu í þeim liðum sem þeir æfa með.

Það virðist sem einhverjir hafi vaknað upp við vondan draum þegar niðurstöður rannsókna birtust enn einn ganginn um að það séu fleiri strákar en stelpur á framhaldsskólaaldri sem stunda vændi. Þeir tala eins og þeir hafi ekki heyrt á þetta minnst áður. Hvar hefur þetta fólk verið? Hefur það ekki fylgst með? Málið er kannski það að radikalfeministar hafa einokað þessa umræðu á undanförnum árum og leitt hana frá því sjónarhorni að allt vændi væri leið karla til að undiroka konur og sýna vald sitt gagnvart þeim. Aðrir vinklar hafa ekki fengið að komast að í umræðunni. Þórleifur Þórlindsson prófessor hefur iðulega gert heiðarlegar tilraunir til að koma þeim sjónarmiðum sem snúa að strákunum á framfæri í vændisumræðunni en það hefur einfaldlega ekki verið hlustað á hann. Það er mál til komið að svona öfgahópar eins og radikalfeministar séu ekki látnir stjórna því hvernig umræðan þróast um svona alvarleg mál, heldur að heilbrigð skynsemi og staðreyndir fái að komast að borðinu.

Nú er eru naivistarnir farnir að sýna sig. Búið að loka bloggi Skúla Skúlasonar á mbl.is. Vafalaust hefur múhameðstrúarfélagið verið að rövla og þeir moggamenn gerðu í sig um leið. Einhver lögfræðingur sagði að þetta stangaðist líklega á við lög. Af hverju var ekki látið reyna á hvort sú skoðun væri rétt. Af hverju var karlinn þá ekki kærður og látið á það reyna fyrir dómsstólum hvort skrif hans brytu í bága við lög. Skúli Skúlason skrifaði undir nafni og var ekki að fela sig bak við nafnleynd. Hann hafði ákveðnar skoðanir og studdi þær rökum. Ég hélt að í landinu ríkti málfrelsi en hver einstaklingur yrði jafnframt að vera ábyrgur orða sinna. Mogginn er hinsvegar farinn að ritskoða skrif sem eru birt undir nafni. Hvað með alla nafnleysingjana sem ausa fólk auri og skítkasti á bloggvefjum í skjóli nafnleyndar. Þeir fá að valsa um óáreyttir. Þvílíkur tvískinnungsháttur.

Ef einhverjum hafa þótt skrif Skúla Skúlasonar óviðfelldin þá ættu þeir hinir sömu að leiða hugann að þvi að trylltur múgur æddi um borgir fleiri landa, þar á meðal í Danmörku, og orgaði drepa, drepa fyrir myndbirtingar af spámanninum. Fánar þjóðlanda voru brenndir, kveikt var í skólum, bílum var velt. Þar var ekki umburðarlyndinu fyrir að fara. Það er alveg á hreinu að þegar undanlátssemin sýnir sig þá er harðara fylgt á eftir. Ég held að moggamenn ættu að sjá Bidermann og brennuvargana ef tækifæri gefst til að átta sig á því hvaða leið þeir eru farnir að feta.

Engin ummæli: