Fór af stað kl. 8.00 í morgun og fór vestur fyrir golfvöllinn á nesinu og síðan Nauthólslykkjuna. Kláraði rétt um 30 km í fínu veðri og heldur léttur.
Fréttir bárust af því að Kári Karlsson hefði bætt íslandsmetið í 10 k hlaupi en Sigfús Jónsson hefur átt það síðustu 32 árin. Glæsilegt hjá Kára að bæta þetta gamla met og vitaskuld hlaut það að gerast fyrr en síðar. Það segir kannski meir um hve litla áherslu íslenskir hlauparar hafa lagt á 10 km hlaup síðustu áratugina en hvað metið sé gott að það skuli hafa staðið svona lengi. Kári á vonandi eftir mörg góð ár eftir á brautinni þannig að það er kannski von til að íslendingar fari að geta veitt nágrönnum okkar meiri keppni í þessari vegalengd í framtíðinni en verið hefur á síðustu áratugum. Ég hef nokkrum sinnum horft á landskeppni Svía og Finna í frjálsum íþróttum en þar keppa þrír einstaklingar frá hvoru landi. Síðast þegar ég horfði á keppnina fóru fimm af sex keppendum undir 28 mínútur í 10 km það mig minnir.
(Leiðrétting) Ég skoðaði árangur frá Finnkampinum undanfarin ár aðeins betur og sá að ég hafði ekki farið alveg með rétt mál. Sænska metið er 27.55.74 og finnska metið er 27.30.99. Svona aðeins til að fá samanburð.
Árið 2007 vinnst 10 km hlaupið á 29.22 og þrír keppendur af sex eru undir 30 mín.
Árið 2006 vinnst hlaupið á 30.11 og allir sex hlaupa á milli 30 og 31 mín (erfitt veður).
Árið 2005 vinnst hlaupið á 29.08 og allir keppendurnir sex hlaupa á undir 30 mín.
Samkvæmt þessu er Kári orðinn fyllilega gjaldgengur í hóp fullorðinna 10.000 hlaupara á norðurlöndum því Svíar og Finnar hafa yfirleitt átt mjög góða langhlaupara. Til hamingju með þetta Kári.
París maraþonið var í dag. Neil kom sterkur inn, bætti sig verulega og hljóp á 2.35.34. Glæsilegur tími hjá manni sem stefnir á tífaldan Ironman og æfir því maraþon einungis sem aukagrein. Trausti fór undir 3 klst og Baldur var á 3.13. Ég veit ekki um fleiri en nokkur fjöldi íslendinga tók þátt í hlaupinu.
mánudagur, apríl 07, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli