Fór gott hlaup á laugardaginn og kláraði 41 km. Við Biggi urðum samferða Poweratehringinn en svo hittumst við Stebbi, Jói og Gauti við brúna og vorum samferða út á Eiðistorg. Þaðan fór ég einn fyrir golfvöllinn og síðan tilbaka og tók Nauthólslykkjuna í báðum ferðum. Eins og ég var léttur um morguninn þá fór dagurinn versnandi því einhver fjandinn hljóp í magann á mér síðdegis og rústaði öllum áætlunum um að hlaupa á sunnudeginum. Einnig fór Sport ráðstefnan sem Herbalife arrangerade fyrir bí en ég átti að flytja smá ávarp þar. Sá viðtal við bandaríkjamanninn ssem var aðalræðumaður á ráðstefnunni um kvöldið þar sem hann lagði áherslu mikilvægi próteins við mikið álag. Get tekið undir hvert orð sem hann sagði. Það verður sagt eitthvað meir frá þessu í fréttum eitthvert næsta kvöldið. Maginn er orðinn góður svo þetta er allt komið á réttan kjöl aftur.
Þiingvallavatnshlaupið verður á laugardaginn. Kalli Gísla, Gísli Ásgeirs, Eiður, Bibba og Elín Reed eru tilbúin og kannski fleiri. Þarf að hafa samband við Svan en hann fer mikinn þessa dagana. Pétur Franz er orðinn staðarhaldari bústaðanna við Úlfljótsvatn. Hann býður upp á gufubað, heitan pott og súpu við hlaupalok þannig að það er ákveðið að byrja og enda hlaup þar. Hingað til hefur verið byrjað við Nesbúðina á Nesjavöllum en nú verður því hnikað aðeins til vegna sérstakra aðstæðna. Bíll verður tiltækur á meðan á hlaupinu stendur þannig að það er ekki þörf á að fara með nesti út daginn áður eins og stundum. Spáin er heldur góð, hlýtt, hægur vindur en gæti aðeins dropað. Menn hafa svo sem sé það svart á þessari leið. Hlaupið hefst kl. 9.00 og er rétt að menn sammælist í bíla eins og það kostar að fylla á trogin þessa dagana. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu hlaupi láti einhvern ofanskráðan vita svo Pétur hafi nóg í pottinum.
mánudagur, apríl 21, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli