Tók 15 km Powerate hring í gær. Ívar sat svolítið í lærunum en það er fínt, hann hefur þá tekið í. Fór út tæplega 7.00 í morgun, hitti Jóa og Neil við brúna og tókum Kársnesið og tröppurnar. Var kominn heim um 9.45 eftir 26 km.
Fór vestur í Hólm fljótlega með mömmu, pabba og Hauk í jarðarför árna Helgasonar. Hún var gríðarlega fjölmenn eins og von var á. Árni var vinamargur og einn af þeim sem allir vissu hver var. Ég var hjá þeim hjónum Ingu og Árna í tvo vetur fyrir rúmum 40 árum þegar þau gerðu mér kleyft að klára unglingaskólann og taka landspróf með því að taka mig inn á heimilið. Það er tími sem situr í minningunni sem afskaplega góður og eftirminnilegur. Hann skipar ætíð ákveðinn sess í huganunum enda geriðst mikið á þessum árum. Árni er eftirminnilegur persónuleiki öllum sem kynntust honum. Jákvæður og glaðsinna en engu að síður principfastur með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum.
Gott hjá Björku að ögra Kínverjum með því að segja skoðanir sína rá hernámi þeirra á Tíbet. Hernám Kínverja á Tíbet er eitt að þessum viðurstyggilegu hlutum sem heimurinn tekur sem gefnu en á alls ekki að vera slíkt. Það segir náttúrulega sína sögu að það fari allir að skjálfa í hjánum þar í landi þegar poppstelpa frá Íslandi vekur athygli á málinu. Annað hvort vita Kínverjar upp á sig sökina eða Björk er svona gríðarlega áhrifamikil, nema hvorutveggja sé. Hernám Kínverja á Tíbet er arfur frá ógnarstjórn Maós og eitt af þeim illvirkjum sem hann og hans nótar skilja eftir sig. Vafalaust munu einhverjir úr hreintrúarliðinu hérlendis verja þetta út í rauðan dauðann. Líklega þeir sem segja að það sé argasta fyrra að það hafi dáið 35 milljónir Kínverja af völdum Maós. Þeir hafi ekki verið nema 30 milljónir!!!
Fékk nýjasta eintak Þjóðmála í fyrradag. Fínt hefti eins og vanalega. Í því er m.a. athyglisverð grein um viðbrögð við bókinni Islamistar og naívistar annars vegar og bókinni Islam með afslætti hins vegar . Í fyrrnefndu bókinni er fjallað með gagnrýnum hætti um hættuna af auknum ítökum Islamista á vesturlöndum. Enginn fjölmiðill hérlendis minntist á hana. Allir steinhéldu þeir kjafti enda þótt hún sé rituð af tveimur áhrifamiklum dönskum stjórnmálamönnum sem ekki koma úr Fremskridspartiet. Bókin Islam með afslætti er nær óslitinn áróður gegn birtingu dönsku skopmyndanna og gegn málfrelsisrökum dana. Nú tóku hérlendis fjölmiðlar við sér og um bókina var fjalla í hverjum einasta kjaftaþætti sem hugsanlegt var. Mogginn tók forsíðu lesbókarinnar undir umfjöllun um bókiina. Þetta er í stíl við umfjöllunina um Imaninn frá USA sem kom hingað nýlega. Þrjá morgna í röð var gagnrýnislaus umfjöllun um málflutning þessa áróðurssendiboða í morgunútvarpi ríkisútvarpsins. Það er ekki spurning um að naivistarnir er ráðandi í fjölmiðlaumfjöllun hérlendis að miklu leyti.
Það fer fátt meir í taugarnar á mér þegar grimmdarverk gegn fólki sem unnin eru í krafti trúarinnar eru réttlætt sem "mismunandi menningarheimar". Kristnir menn gengu í gegnum galdrabrennutímabilið fyrir nokkur hundruðum ára og menn eiga ekki að sætta sig við einhvern miðaldarhugsunarhátt sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut í dag.
Mæli með tímaritinu Þjóðmál. Ómissandi fyrir alla þá sem aðhyllast gagnrýna þjóðfélagsumræðu enda þótt menn þurfi ekki að vera sammála hverju orði.
laugardagur, mars 08, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli