Tók 40 mín Ívar í gær. Byrjaði á 6.5 og jók síðan hraðann um 0,1 við hvern km. Var kominn upp í 6.8 á síðasta legg. Í fyrra fór ég aldrei hraðar en 6.0 og fannst það nógu erfitt. Ætla að komast vel yfir 7 áður en veturinn er úti.
Nýlegur dómur yfir Litháunum sem réðust á lögregluna í vetur er alveg fatal. Þarna er gerðgerir hópur manna meðvitaða árás á réttarríkið og einungis einn fær 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Hvaða skilaboð eru þetta? Jú þau eru þaning að þú mátt ráðast á lögreglu í starfi og beita hana ofbeldi. Ef þú neitar nógu staðfastlega þá sleppurðu. Þetta er náttúrulega ekki hægt. Ég hélt að dómarar tæku mark á vitnisburði lögreglunnar í svona málum. Það er alla vega tekið meira mark á vitnisburði lögreglumanna ef maður er tekinn fyrir of hraðan akstur en á vitnisburði ökumannsins. Hvað er öðruvísi í svona máli? Árás á lögreglu er metið eitt af því alvarlegra sem maður getur brotið af sér í nálægum löndum. Fleiri ára fangelsi liggur við slíkum brotum. Er verið að dúka borðið hérlendis fyrir glæpamenn í nálægum löndum? Hvaða fíflagangur er þetta? Ég held að dómkerfið verði aðeins að fara að hugsa sinn gang ef þetta á að heita réttarríki áfram.
Bubbi Morthens gerir sig sífellt að meiri og meiri kjána. Að fara að kasta skít í Árna Johnsen fyrir söng hans og gítarspil er náttúrulega bara kjánagangur. Það má vel vera að Árni sé hvorki besti gítarleikari eða söngvari á landinu í dag en það er eitt sem hann kann og kann það vel en það er að skemmta fólki. Það geta fæstir og ekki margir jafnvel og Árni.
föstudagur, mars 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli