Það va rárshátíð hjá sambandinu í gærkvöldi. Hún var haldin í Kríunesi sem er 11.7 km frá miðbænum á bökkum Elliðavatns. Það er skemmtilegur staður á margan hátt og er vafalaust gaman að vera þarna á vatnsbakkanum á góðum sumardegi. Forrétturinn var fínn og óvanalega matarmikill, það kom í ljós að það er ekki nema fyrir spennufíkla að hafa nautakjöt í aðalrétt en eftirrétturinn var góður.
Sigrún var svo heppin að fá aðalvinninginn í happdrættinu, flug fyrir tvo til Akureyrar og gistinu fyrir tvo á Hotel KEA í eina nótt.
Fór út seinna en ég ætlaði í morgun en var samt kominn út kl. 9.30. Var snemma í ´því niðri í Laugum svo ég hélt áfram vestur eftir. Hitti marga á leiðinni enda veðrið eisn gott og hægt var að hugsa sér. Sá Ulfar og Bryndísi bregða fyrir við Nauthól og hljóp með þeim niður í Laugar og lengdi því hringinn aðeins. Kom heim eftir 23 km og fínan túr. Var svolítið þyrstur!!
Ég er ekki alveg sáttur við Garminn sem ég keypti fyrir jólin. Hann sýndi low batterí í morgun eftir ca 7 klst. Mér finnst það ekki næganlega gott þar sem Timexinn dugar í um 10 klst.
Vilhjálmur Bjarnason stóð sig vel í Silfrinu í dag. Hann er hæfilegur þverplanki til að gefa ekkert eftir á aðalfundum almennignshlutafélaga þar sem ástæða er til að spyrja og krefja forsvarsmenn þeirra svara ef maðure r ekki sáttur. Það eru jú eignir hluthafa sem þeir eru að ráðskast með. Að tapa 60 milljörðum á einu ári er náttúrulega ga ga. merkilegt hvað lítið er fjallað um þetta hér heima af blaðamannagreyjunum. Ég ehf t.d. ekki heyrt fyrr að Finnair væri að 58% hlutum í eigu finnska ríkisins. Hverjum dettur eiginlega í hug að kaupa í slíku félagi þar sem ómögulegt er að hafa áhrif sem neinu nemur. Sama gildir með American Airlines. Að 6% eignarhlutur sé með stærstu hluthöfum segir að það er ekki mikill áhugi fyrir stóra fjárfesta að kaupa sig inn í félagið enda fer það undir stjórn ríkisins þegar þörf er á.
Ég sat einu sinni aðalfund SR mjöl fyrir hönd Raufarhafnarhrepps. Ég kunni ekkert á etiketturnar og stóð upp eftir að Benedikt Sveinsson formaður hafði talað og hélt fram sjónarmiðum hreppsins og spurði spurninga og hélt fram sjónarmiðum hreppsins. Ég var sá eini sem tók til máls á fundinum utan stjórnarformannsins. Spurningunum var ekki svarað og sjónarmið hreppsins féllu í grýttan jarðveg. Við hjá hreppnum vorum á þeirri skoðun að SR mjöl ætti að fjárfesta í loðnukvóta og skipum til að tryggja sér öruggan aðgang að hráefni. Þetta þótti ekki skynsamleg skoðun. Nú er SR mjöl ekki lengur tíl vegna þess þar sem þeir voru gleyptir í andvaraleysi stjórnendanna og því sem næst allur loðnukvóti er tengdur fyrirtækjum sem eiga hagsmuna að gæta. Okkar framtíðarsýn var því rétt.
Ég er ánægður með að heyra að þeir sem hafa keypt hjá mér Herbalifið eru allir ánægðir með það. Recoveríið gengur miklu betur og tekur skemmri tíma með því taka góðan slurk af því eftir erfiðar æfingar. Það styrkir skrokkinn, minnkar meiðslahættu og gerir manni kleyft að þola meira æfingaálag. Síðan er ég viss um að það er fínt til að hafa sem basfæðu ef maður vill grenna sig. Ég finn bara hvað það endist vel þegar msður fær sér góðan hristing áður en maður fer út að hlaupa og síðan þegar maður kemur inn aftur. Maður verður ekki svangur fyrr en komið er fram á miðjan dag.
sunnudagur, mars 16, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli