Vikan var slök framan af vegna ýmissa hluta, fundahalda og annarra kvöldverka og síðan almennrar leti á skírdag. Fór 30 km á föstudaginn langa í skínandi veðri. Hélt vestur á Nes og fór fyrir golfvöllinn og síðan til baka með sjónum. Tók slaufu við Nauthól til að ná tilskylinni lengd og lauk 30 km á góðum tíma. Léttur og leið vel. Sami túr í morgun laugardag. Nú var meiri mótvindur og það var ekki fyrr en eftir 15 km sem maður fékk vindinn í bakið og sporið léttist heldur en var þó þyngri en í gær. Fínt hlaup. Ætla að taka sama rúnt á morgun. Gott að takast á við nokkur löng hlaup í beit. Margir á ferðinni enda margir á leið út. París, London og Boston verða í apríl.
Óhugguleg fréttin af innrás tíu glæpamanna í íbúð í Breiðhoiltinu. Það sem eftirtektarverðast í þessu sambandi er þó að meðvitaða liðið á Mogganum segir ekki frá því að þarna var eitthvað erlent drullusokkalið á ferðinni en hinir fjölmiðlarnir segja vitaskuld frá öllum málsatvikum. Maður á rétt á að vita það ef hingað er að haugast eitthvað glæpamannahyski í stórum stíl. Það er þó alla vega hægt að krefjast þess af stjórnvöldum að þau sjái til þess að á þeim sé ekki tekið með neinum silkihönskum. Það á að vísa þessu liði úr landi og láta það sitja inni í sínum heimalöndum en ekki vista það á 3ja stjörnu hótelinu fyrir austan fjall á kostnað skattgreiðenda. Vitaskuld á að setja sér það markmið að hreinsa landið eins og hægt er af svona óværu. Nóg er nú víst sem er framleitt af því hér heima fyrir þótt ekki sé verið að flytja það inn og halda verndarhendi yfir því eins og fjölmenningarliðið vill. Ef þróunin sýnir að þetta er að verða meira vandamál hérlendis en menn ráða við þá er full ástæða til að endurskoða aðild Íslands að Shengen samkomulaginu að mínu mati. Ef aðildin skapar fleiri vandamál en hún leysir þá er það ekki spurning. Bretar eru ekki aðilar að Shengen. Þeir vísa á stöðu landsins sem eyríkis og að landfræðileg lega þess sé það mikil vörn gagnvart svona liði að þeir vilja ekki fella niður þær varnir sem hún skapar með aðild að Shengen. Mættu fleiri hugsa þannig.
Aðalfundur UMFR36 verður haldinn á fimmtudagskvöldið kemur. Lýst verður vali á hlaupara ársins 2007 en hann er valinn úr hópi félagsmanna. Ég sé ekki annað en þetta hafi verð besta ár félagsmanna frá upphafi og ekki verður það lakara í ár. Neil ætlar að segja frá einu og öðru sem hann hefur upplifað og hvað framundan er hjá honum sem ekkert smáræði. Síðan ætla ég að renna í gegn DVD diski frá Spartathlon hlaupinu sl. haust. Fékk þær góðu fréttir í vikunni að félagi Höskuldur Kristvinsson ætlar að spreyta sig á því að renna í fótspor Pheidippidesar á hausti komanda milli Aþenu og Spörtu. Það verður fínt að hafa félagsskap þarna en fyrst þarf ég þó að skrá mig í hlaupið. Geri það sem fyrst. ég sé ekki annað en ég sé alveg á því róli sem ég hafði lagt upp með. Ætla að vera búinn að klára 1000 km í marslok og herða síðan heldur á því með löngum hlaupum í apríl og framan af maí. Finn greinilega að styrktaræfingar og vandaðar brettaæfingar eru að skila sér.
laugardagur, mars 22, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli