Það er svakalegt að frétta af því að skuldatrygginggarálag Kaupþings og Glitnis er komið upp í 1000 punkta. Landsakinn er nokkru neðar með um 600 punkta álag. Það hátt álag þýðir ósköp einfaldlega að markaðurinn metur það svo að það sé mikil áhætta á að bankarnir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Skuldatryggingarálagið var einhversstaðar milli 50 og 80 punktar þegar allt lék í lyndi svo umskiptin eru mikil. Partur af þessu er að ríkið getur ekki baktryggt bankana sökum þess að þeir eru vaxnir ríkinu yfir höfuð. Það er dálítið svakaleg staða. Ofsagróði bankanna á liðnum árum var fyrst og fremst tilkominn vegna hækkana á hlutabréfaeign þeirra. Krosseignatengsl gerðu dæmið allt dálítið samansúrrað. Síðan lækkar allt galleríið í nokkrusskonar hringiðuferli þegar bre´fin fara að lækka. Síðan má ekki gleyma því að eihversstaðar hlýtur þess að sjá stað hvaðan þeir 67 milljarðar komu sem FL Group tapaði á síðasta ári. 67 milljarðar. Það er óskapleg fjárhæð. Annað eins rip off hefur ekki átt sér stað í íslensku viðskiptalífi og verður vonandi aldrei endurtekið. Það er fróðlegt að sjá myndbandið sem er á vef Egils á Eyjunni þegar það er rakið hvernig Sterling flugfélagið er keypt og selt af FL Group á síhækkandi verði. Það er ekki að sjá annað en að það sé markvisst verið að tappa fjármagni út úr félaginu og hluthafar látnir blæða. Hvað skyldu lífeyrissjóðirnir hafa tapað miklu á þessu dæmi?
Fjölmiðlar eru náttúrulega á hliðarlínunni í þessu sambandi. Hluti þeirra getur sig hevrgi hrært vegna þess hver á þá og aðrir virðast ekki hafa kapacitet í svona umræðu. Það er helst að maður geti bundið vonir við að Agnes Bragadóttir gengi í málið. Þaðe rtil dæmis merkilegt að rifja upp hvernig viðbrögðin voru þegar nær því öll stjórn FL Group sagði af sér sökum þess að hún var ósátt við vinnubrögð stjórnarformannsins. Ef eitthvað var þá hækkaði verð hlutabréfanna við þessar breytingar. Einhversstaðar hefði þótt ástæða til af fjölmiðlum að leggjast yfir svona mál og brjóta það til mergjar.
Tók 20 km í dag á góðu tempói. Eiðistorgshringurinn. Allt í fína.
miðvikudagur, júlí 23, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli