þriðjudagur, júlí 22, 2008
Svitaæfing í dag. Þetta hljómar ekki verulega spennandi og vissulega er sú æfing ekki beysin sem kemur ekki út á manni svitanum. Á hinn bóginn þarf maður að koma svitakerfinu almennilega af stað til að vera betur undirbúinn til að mæta miklum hita í Grikklandi í haust ef svo hittist á eins og í fyrra. Ég hljóp niður í Laugar með þykka peysu í bakpoka og tók 10 km á bretti, kappklæddur. Að því búnu hljóp ég heim. Þetta var mun erfiðara en að hlaupa léttklæddur en sama er, þar er partur af prógramminu. Þetta er fyrsta æfing af 10 álíka sem teknar verða á næstu 7 vikum. Fleiri séræfingar verða teknar í nokkru magni á næstu vikum til að herða sig upp fyrir Spartathlonþonið. Ekki mun af veita.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli