Ég fékk skjölin frá Spartathlon í dag. Keppandi númer 87 skal það vera. Þar sem það þarf að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur til að komast inn í þetta mesta hlaup Evrópu og eitt af merkustu hlaupum í heiminum þá er maður aldrei viss fyrr en maður heldur á pappírunum í hendinni. Ég hafði þó aldrei sérstakar áhyggjur því árangurinn í Danmörku í lok maí opnar eiginlega allar dyr þar sem gerðar eru lágmarkskröfur um árangur í ultrahlaupum. Það að hafa brotið 200 km múrinn í 24 tíma hlaupinu setur mann í ákveðna stöðu hvað það varðar. Þetta verður spennandi. Mér sýnist að kröfur um lágmarkstíma á maraþonið og 80 km séu aðeins vægari en í fyrra. maður þarf að fara tiltölulega hratt fyrsta þriðjung hlaupsins miðað við hve hlaupið er langt. Það getur sagt til sín þegar á líðu því best er að fara rólega af stað til að hafa úthaldið í lagi þegar þyngir fyrir fæti. Nú er bara spurning um hitann. Það er eiginlega eina spurningin sem er ósvarað og það verður þannig þar til ca viku fyrir hlaup. Maður þarf bara að gera klárt fyrir það með áreynslu í sánu og miklum klæðnaði í innandyrahlaupum. Fer að skoða það í júlí og ágúst.
Ég borðaði á veitingastaðnum á 20. hæði í Turninum í kvöld. Ég var ekki hrifinn. Hljóðvisin er svo slæm að maður er kominn með hausverk af hávaða eftir svona tveggja tíma borðhald. Ég hef ekki verið á veitingastað þar sem bergmálar meir en þarna. Það er mjög hátt til lofts og það hefur vafalaust sín áhrif. Þegar stóll er dreginn eftir gólfi þá virkar það eins og þruma. Við borðfélagi minn vorum sammála um að þangað færum við ekki aftur ótilneyddir. Ég vil svo vera saddur þegar maður fer út eftir að hafa borgað 4.000 kall fyrir máltíðina.
þriðjudagur, júlí 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli