fimmtudagur, júlí 24, 2008

Ég las athyglisverða frásögn eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing í böðunum í morgun. Hann hafði verið á ferðalagi um Austurland og Norðurland. Eins og menn gera gjarna þá renna áhugasamir niður að höfn þegar farið er um landið. Í litlu þorpunum var hafnarsvæðið því sem næst dautt. Trillurnar sem glæddu þær lífi hér áður eru að mestu horfnar. Þær sem eftir eru eru kvótalausar og eru að bíða eftir næsta kvótaári. Á allri strandlegjunni frá Breiðdalsvík til Húsavíkur er smábátaútgerð orðin afskaplega takmörkuð og ekki svipur hjá sjón frá þvís em áður var. Eitt af stóru mistökunum í fiskveiðistjórnunni átti dsér stað þegar sóknarreynslu smábáta var breytt í kvóta og leyft að selja hann til stóru útgerðanna. Það skal enginn segja mér að framtíð þorskstofnsins byggist upp á því að veiðar á grunnslóð verði lítil sem engin. Hvað sem menn segja um nýsköpun í atvinnulífinu, möguleika í ferðaþjónustu o.s.frv. o.s.frv. þá eru fiskveiðar sá grunnur sem tilvera þessara þorpa byggist á. Án þeirra munu þau tréna og visna upp með tímanum. Það er ekki flóknara. Það eru tveir mælikvarðar sem segja mest til um hvert stefnir hjá einstökum byggðarlögum. Í fyrsta lagi hver íbúaþróunin hefur veerið á liðnum áratug eða svo. Í öðru lagi hvað börnin sem eru í leikskóla og grunnskóla eru hátt hlutfall af íbúafjöldanum. Þau byggðarlög sem liggja töluvert undir landsmeðaltali hvað þetta varðar eru komin á hættustig. Á einstaka stað liggur ljóst fyrir að niðurtalningin er hafin. Sá ferill tekur svona 20 ár. Það segir sagan okkur sé tekið mið af þeim þéttbýlisstöðum sem hafa gengið í genum þetta ferli.

"Paul Ramses fer í sturtu þrisvar á dag." Hvaða fréttamat er þetta? Hvar er fréttastjórnunin á þeim fjölmiðlum sem telja þetta vera frétt? Ég fer stundum í sturtu þrisvar á dag. Það gerist þegar ég hef farið út að hlaupa þrisvar á dag. Ég hef hins vegar ekki talið það fréttnæmt að fara í sturtu.

Það er skemmtileg frásögn eftir Pál A. Pálsson inni á www.baendaferdir.is frá Tibetmaraþoninu sem Trausti sigraði um daginn. Þessi ferð hefur verið mikið ævintýri. Íslendingar hafa greinilega komið sterkir til leiks því þeir voru þrír í fyrstu fjórum sætunum. Elín Reed var síðan fjórða í kvennaflokki.

Engin ummæli: