Gerði eina lögun af Löbarlarssons energikakor i kvöld. Nú held ég að uppskriftin sé komin. Hún er svona: Kvartpeli af rjóma, sama magn af hrásykri svo og sírópi (má vera lífrænt). Best er að finna bolla sem tekur kvartpela af rjóma og setja í pott. Svo skal setja sama magn af sykrinum og sírópinu í pottinn. Til viðbótar er látin eins teskeið af salti. Suðan er látin koma upp og síðan er lögunin látin krauma yfir vægum hita í 20 mínútur. Nauðsynlegt er að hræra jafnt og þétt í pottinum svo ekki brenni við. Eftir 20 mín suðu eiga dropar að halda sér og mynda kúlur þegar þeir detta í kalt vatn. Þá er látin ein plata af 70% súkkulaði út í og hún látin leysast upp. Líka má setja slatta af söxuðum döðlum út í. Þegar súkkulaðið hefur leyst upp þá eru sjö bollar af Bónusmúslí látið út í og hrært vel á milli hvers bolla svo allt blandist vel saman. Síðan er lögunin mótuð í lengjur á smörpappír á plötu og þjöppuð vel saman. Látið kólna og sett síðan í frysti. Borðist þegar við á. Þessi lögun kostar svona 1.000 kall. Úr henni fékk ég um 30 góða bita.
Veðurspáin fyrir Laugaveginn er svona þokkaleg. Maður vonar alltaf það besta.
föstudagur, júlí 11, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli