fimmtudagur, janúar 29, 2009

Ég fékk bréf í dag frá ÍBR. Bréfið markar nokkur tímamót í íþróttasögu landsins. Ungmennafélaginu R36 hefur verið veitt aðild að ÍBR. Ultrahlaup hafa því verið tekin á sama sess og aðrar íþróttir. Það eru ákveðin tímamót. Þetta er orðinn nokkuð langur prósess. Ég held að það sú allt að fjögur ár frá því sé sendi umsóknina fyrst inn. Þrátt fyrir að ég kópíeraði lög Ungmennafélagsins Fjölnis þá voru ýmis ljón á veginum. Það tók allan þennan tíma að ná á áfangastað. Langhlauparar eru á hinn bóginn þolimóðir og úthaldsgóðir svo þeir gefast ekki svo gjarna upp. Þessi litla hugmynd sem kviknaði einhvern tíman um að stofa sérstakt félag um þetta áhugamál hefur sem sagt leitt til þessa.

Þing ÍBR verður haldið dagana 26. - 28. ferúar nk. Á þingið getur UMFR36 sent einn fulltrúa.

Ég hef í hyggju að halda aðalfund UMFR36 fyrir miðjan febrúar. Þarf að finna út ákveðna tímasetningu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilld!

kv/Börkur