þriðjudagur, janúar 06, 2009

Einn úr hlauparasamfélaginu lést í gær í umferðarslysi. Hann var skokkandi í vegkanti fyrir austan Selfoss þegar aðvífandi bifreið keyrði hann niður. Árið 2006 hljóp þessi félagi okkar meðal annars bæði Laugaveginn og New York maraþon. Slys gera ekki boð á undan sér en þessi atburður minnir okkur á nauðsyn þess að fara alltaf varlega þegar bílar eru annars vegar. Ég hef það fyrir ófrávíkjanlega reglu að treysta aldrei neinum þegar ég er að hlaupa nálægt umferð og þarf t.d. að fara yfir götur. Sú regla hefur bjargað mér frá því að verða undir bíl. Ég votta aðstandendum hins látna mínar bestu samúðarkveðjur.

Engin ummæli: