föstudagur, janúar 30, 2009

Ég fékk á dögunum sendan DVD disk frá Spartathlon hlaupinu sl. haust. Það var gaman að rifja það upp og upplifa stemminguna aftur. Þegar ég sá hlauparana hella vatni yfir höfuðið á sér og bleyta sig á annan hátt þá minntist ég þess að ég þurfti aldrei að gera það allt hlaupið út í gegn. Hitinn hafði engin áhrif á mig í hlaupinu þótt hann væri um 28°C þegar sólar naut. Hitaþjálfunin í Laugum steinlá. Diskurinn nær vel utan um hlaupið en hann rúmur klukkutími á lengd. Myndin endar á því að félagi Eiolf klifrar upp á styttu Leonidasar og pósar þar. Hann lífgar upp á umhverfið með skemmtilegu útliti og góðum tilþrifum.

Ég prófaði að leita á Youtube.com hvort væri ekki að finna þar klippur frá Western States og Spartathlon. Það stóð ekki á svari. Ég fann strax nokkrar stuttmyndir frá þeim báðum. Þær gefa smá tilfinningu fyrir þessum miklu hlaupum. Ég sá á bandarískri frétt að þulurinn sagði að Western States væri Superbowl ultrahlaupara. Það er ekki leiðum að líkjast. Ein myndin var nokkuð sérstök en þar er farið yfir leiðina í Spartathlon hlaupinu á goggle earth. Þannig næst að fá sæmilega tilfinningu fyrir landslaginu á leiðinni. Slóðin er þessi:

http://www.youtube.com/watch?v=z6q3Gpsba9w

Engin ummæli: