sunnudagur, september 21, 2008

Flýg út í fyrramálið. Nú er níu mánaða undirbúingur að baki og ekki verður til baka snúið. Ég held að tímabilið hafi verið notað nokkuð vel þótt vafalaust hafi mátt gera eitt og annað betur. Það er alltaf þannig. Ekkert stórt hefur komið upp á sem skiptir mestu máli. Engin meiðsli, engin áföll. Veðurspáin í kvöld segir 22°C - 24°C stiga hiti og möguleiki á svolítilli rigningu. Það er dálítið annar pakki en í fyrra. Maður þarf að hafa föt til að klæða sig í um nóttina. Þá gæti verið svalara, sérstaklega á leiðinni yfir fjallið.
Ég hef lagt planið upp þannig að vera frekar rólegur framan af. vera kominn til Korintos (80 km) svona eftir 8 - 9 klst. Ég var þá á 9.30 í fyrra og alveg að detta út. Þá skaut kókið mér í gang aftur. ég ætla mér svo að vera kominn til Lyrkia (150 km) svona kl. 1.00 um nóttina. Það væri um tveimur tímum hraðari yfirferð en í fyrra á þennan stað. Það á alveg að vera innistæða fyrir því ef ekkert kemur upp á. Þá eru 18 klst eftir til að fara 90 km. Að vísu er yfir fjall að fara og það er töluvert seinfarið. Sama er, það á að vera hægt að skrölta það ef ekkert kemur upp á. Á hinn bóginn getur margt komið upp á langri leið. Það segir reynslan manni. Maður þarf að hugsa um finnska japanann sem kláraði síðastur af öllum í fyrra. Þegar hann sýndi mér umbúðirnar undir ilinni um blöðrurnar sagði hann: "Þetta var vel þess virði". Hann verður aftur með í ár. Englendingurinn sem var sestur að á fjallinu og hættur var spurður, "Geturðu gengið svolítið áfram?" Jú, kannski svaraði hann. Þá skaltu reyna var svarið og með það hélt hann áfram og kláraði. Hann var svo glaður á lokakvöldinu að því gleymir maður ekki. Svona lagað er rétt að hafa í huga þegar allt virðist vera að fara til fjandans.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér nú sem allra best. Er ekki í vafa um að þú klárir þetta með stæl.

Nafnlaus sagði...

Eins og svo margt annað nýtilegt kemur besta ráð sem ég hef heyrt frá honum Ívari. Það var svona : "Haltu bara áfram !!!"
Ótrúlega fá orð sem segja stóra sögu. Vonandi nýtast þér þau í farteskið. Gangi þér vel.
Bibba

Helga sagði...

Hlaupið þér rosalega vel. Og mundu nú að drekka og eta smá á leiðinni :)

Kær kveðja, Stefán og Helga

Nafnlaus sagði...

Taktu þetta í nefið, Gunnlaugur okkar, við fylgjumst með á netinu og í huganum.

Tutu

Bryndís og Úlfar

Nafnlaus sagði...

Sæll frændi,
Gangi þér vel í þessu verkefni þínu og vegni þér sem best. Hálfnað er verk þá hafið er ;-)
Bestu kveðjur til þín,
Sólveig frænka.

Nafnlaus sagði...

Þú ert sá sem getur þetta.
Það verður fylgst með þér og reynt að birta fréttir, ef Spörtuþonssíðan stendur sig.
KOMASO!
Aðalritarinn.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér allt í haginni. Miða við undirbúninginn og æfingar undanfarið verður þetta ekkert mál fyrir þig.
kv.
Steinn

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að lesa ferðasöguna að loknu hlaupi!!! Baráttukveðjur!
Halla Þorvaldsd.