fimmtudagur, september 25, 2008

I fyrra hljop Petur (Pjotr) polski ad heiman ad fra ser til Athenu og vard svo annar i hlaupinu. I ar tok hann tviburabrodur sinn med ser og hann heitir natturulega Pavel (Pall) Teir hlupu storan hluta af leidinni ad heiman i ar og stefna liklega a ad vinna tvofalt.

Tad verdur h;egt ad fylgjast med hlaupinu a www.spartathlon.gr med tvi ad fara inn a hlekkinn Live. Tar a ad vera haegt ad fa frettir eftir tvi sem hlaupinu vindur fram.

23 ummæli:

Unknown sagði...

Gangi þér vel, ég sendi smá skilaboð á Luigi Gratton en hef ekki fengið svar enn.

Heyrumst síðar.

Kveðja Siggi

Nafnlaus sagði...

Aumingja mennirnir..........eiga þeir ekki fyrir farinu til Aþenu? ;-).
Ég vona að þú standir betur að vígi en þeir og komist "venjulega" heim - annars verður hafin söfnun fyrir fargjaldi handa þér.

Bestu kveðjur frá Sólveigu frænku.

Nafnlaus sagði...

Beinn linkur

http://www.spartathlon.gr/resultsliveGR.php?c=35

Kv. Sveinn Friðrik

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árangurinn strákur. Flott hjá þér.
Bestu kveðjur,
Sólveig frænka

Nafnlaus sagði...

Magnaður....

Til hamingju með glæsilegan árangur.

íþróttamaður ársins ekki spurning!!

Kv. Jana

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með glæsilegt hlaup. kv. Hólmfríður Vala

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þennan meiriháttar árangur.

Nafnlaus sagði...

Gulli ég vissi það þú ert maaaaaaaaaagnaður jaxl húra húra hjartanlegar hamingjuóskir frá okkur öllum á Geirlandi Erla frænka

Nafnlaus sagði...

Nú byrja ég að hlaupa um leið og styttir upp með vorinu. Til hamingju með ótrúlegt afrek.

Gunnar Jónatans

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með magnaðan árangur. Þú ert svakalegur!
Kveðja,
Helga sem þú gafst ráðleggingar varðandi Laugavegshlaupið í sumar :)

Björn Friðgeir sagði...

Til hamingju með glæsilegan árangur!

Nafnlaus sagði...

Frábært afrek hjá þér

Nafnlaus sagði...

Kæri Gulli okkar,
Hjartanlegar hamingjuóskir með þennan frábæra árangur. Við kveiktum á stóru kerti þér til heiðurs - nokkurs konar ólympíukyndli ;-)

Bestu kveðjur til þín og þinna frá Ástu og Ara, Ívari og Eygló.

Nafnlaus sagði...

Það er morgunljóst, Gunnlaugur.
Þú ert maðurinn!

Aðalritarinn

Nafnlaus sagði...

Til hamingju - þú ert alveg ótrúlega flottur. Magnað! Jóhanna Hafliðadóttir

Nafnlaus sagði...

Hjatanlega til hamingju með stórkostlegt afrek! Við erum ótrúlega stolt af þér.

Kv. Þórólfur, Eva, Gabríel og Lilja

Nafnlaus sagði...

Við óskum þér hjartanlega til hamingju með þennan stórkostlega árangur. Nú þegar ekkio verður komist lengra þarf að finna "graceful exit"
Þitt ´"sambýlisfólk" í Boston
Siggi og Steina
Gummi og Lilja

Nafnlaus sagði...

Til hamningju með Sigurinn!!
Hefði verið vel þegið að fá þessa kílómetra hlaupna í Vatnsdalnum í dag...!!
Bestu kveðjur frá
Fjölskyldunum á Brjánslæk.

Nafnlaus sagði...

Elsku Gunnlaugur,

Innilega til hamingju með stórkostlegt afrek - afrek sem maður getur ekki einu sinni gert sér í hugarlund hvað felst í.

Þínir stoltu vinir,

Bryndís og Úlfar

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með hlaupið og frábæran tíma. Það var gaman að fylgjast með þér í beinni. Bestu kveðjur, Elín og Sumarliði.

Nafnlaus sagði...

Flott Gulli! Hvað er svo næst á dagskrá hjá þér? Það verður að vera eitthvað spennandi fyrir næsta ár
Kveðja,
Geir frændi

Bjarni Stefán sagði...

Ómældar hamingjuóskir með ólýsanlegan árangur og einstakt afrek. Það var ótrúlega spennandi að fylgjast með þér á netinu. Hélt það væri ekki hægt að vera svona spenntur yfir hlaupi rafrænt!

Góða heimkomu.

Bjarni Stefán Konráðsson

Steinn Jóhannsson sagði...

Til hamingju með glæsilegan árangur. Þú hefur án efa sett með þessu hlaupi ný viðmið fyrir íslenska ofurmaraþonhlaupara - hvað næst fyrir utan einn lítinn járnkarl?