Nú er rétt að fara að hugsa um Jónshlaupið sem haldið verður laugardaginn 13. september n.k.
Eftirfarandi upplýsingar liggja fyrir um hlaupið:
1. Á aðalfundi UMFR36 fyrr á þessu ári var ákveðið að hlaup þetta sem UMFR36 stendur fyrir skyldi heita Jónshlaup til minningar um Jón H. Sigurðsson langhlaupara sem lést fyrr á þessu ári.
2. Hlaupið verður haldið laugardaginn 13. september
3. Hægt verður að velja um þriggja tíma hlaup og sex tíma hlaup
4. Sex tíma hlaupið hefst kl. 10.00 og þriggja tíma hlaupið hefst kl. 13.00. Hlaupalok eru kl. 16.00. Sigurvegarar eru þeir sem hlaupa lengst (flesta hringi) innan tilskilinna tímamarka
5. Skráningargjald er 3.000 kr í sex tíma hlaupið og 2.000 kr. í þriggja tíma hlaupið. Skráningargjald greiðist áður en ræst er morguninn 13. september
6. Hlaupið verður í Elliðaárdalshólmanum. Hringurinn er um tveggja km langur. Vegna framkvæmda við Öskjuhlíðina er ófært að halda hlaupið á sama stað og fyrri ár.
7. Boðið verður upp á heita drykki, orkudrykki og næringu á meðan á hlaupinu stendur. Tjaldað verður á grasflötinni í hólmanum á meðan á hlaupi stendur þar sem þátttakendur geta geymt föt og annan búnað
8. Fyrsti karl og fyrsta kona í hvoru hlaupi fyrir sig fær verðlaunabikar. Allir þáttttakendur í hlaupinu fá afhenta viðurkenningu
9. Skráningu skal senda á póstfangið: gunnlaugur@samband.is
mánudagur, september 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli