Síðasta æfing fyrir Grikkland í morgun. Fór niður í Laugar og tók 11 km á 4.30 km pacei í góðum klæðnaði. Sána á eftir. Búinn að fara eitthvað yfir tíu sinnum í þessa tegund æfinga í september eins og planið var. Gaman verður að sjá hvernig eða hvort það skilar sér í Grikklandi. Veðurspáin er dálítið svona frá og til. Í gær var vindur og rigning en nú spáir er hálfskýuðu og hægari. Hitinn verður svona 26 - 27°C. Það verður í lagi.
Fór á Herbalife ráðstefnu eftir æfingu. Það var fullur salur á Grandhótel. Hópur af fólki kom upp á svið að segja frá reynslu sinni af breyttu mataræði og hvernig það hefur reynst því að nota Herbalife sem meginfæðu. Það var dálítið magnað að sjá stórglæsilegar konur á pallinum swegja frá því hvernig líf þeirra hafði breyst eftir að hafa farið að nota Herbalife en sjá svo myndir af þeim á skjánum svona fyrir 30 - 50 kílóum síðan. Það var ekki einungis að kílóunum hafði fækkað heldur hafði heilsufarið án undantekninga tekið gríðarlegum stakkaskiptum. Ég sé enga ástæðu til að ætla það að fólk sé með einhverja skreytni, það er yfirleitt ekki verið að hafa heilsuna í flimtingum og ekki lugu myndirnar. Á morgun verður Sport ráðstefna í Háskólabíói. Það átti að halda hana á Grandhotel en það sprakk allt húsnæði svo ráðstefnan var flutt í Háskólabíó en samt eru biðlistar.
Kíkti á seinni hálfleikinn hjá Víking seinni partinn en Fjarðabyggð kom í heimsókn. Víkingar unnu 2-0 en andstæðingarnir voru reyndar lélegasta liðið sem ég hef séð spila í sumar. Það verður að segja eins og er að þetta sumar er búið að vera ein risastór vonbrigði hjá Víkingum og áhangendum liðsins. Það er ekki aðalatriðið að liðinu skuli ekki hafa tekist að komast upp í efstu deild en það sem verst er að það hefur spilað svo afspyrnu leiðinlegan fótbolta í sumar að það er leitun að öðru álíka. Það var iðulega framan af sumri að það var eins og þjálfarinn vissi ekki hvað sóknarmenn voru eða til hvers ætti að nota þá. Passivur andlaus fótbolti hefur verið einkenni Víkinga í sumar. Það er ekki hægt að búast við að slík útfærsla knattspyrnunnar vekji áhuga eða dragi áhorfendur á völlinn. Mann kvíðir fyrir næsta sumri að óbreyttu.
laugardagur, september 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ætla að fylgjast með ykkur eins og hægt er næstu helgi. Það var ekkert sérstaklega vel uppfært hjá þeim í fyrra ef ég man rétt en vona að tímar komi oftar inn núna.
Gangi ykkur vel. Verður mesta afrek íslenskra hlaupara ef þið náið að klára.ymxvu
Takk fyrir Börkur. Gott að vita af góðum straumum að heiman. Góðar fréttir eru að hitinn verður ekki extrem hár.
Skrifa ummæli