Ég lá aðeins yfir niðurstöðunum úr íbóprófentestinu sem ég fór í í sambandi við WS 100 í vor. Það er ýmislegt hægt að lesa út úr niðurstöðunum sem eru sendar þátttakendum. Það var tekin blóðprufa úr manni við skráninguna og síðan aftur strax eftir að maður kom í mark. Á leiðinni átti maður að borða 6 töflur af íbóprófen með nokkuð jöfnu millibili. Svo var samanburðarhópur sem tók engin lyf af neinu tagi.
Ég er bæði með þeim stærstu og einnig með þeim allra þyngstu. Það virðist vera algengt að þátttakendur séu á bilinu 140 - 170 pund en ég var yfir 196 pd. Það eru ekki alveg 2 pd í kílói því ég var um 84 kíló.
Ég var með 18,5% líkamsfitu sem var í meðalllagi.
Aukning á BUN (blood urea nitrogen) er 8 sem er vel undir meðaltali. BUN er 20 í byrjun hlaups þegar normal er á bilinu 6 - 25.
Sodium er 131 bæði í upphafi og lok hlaups þar sem normal er 135 - 145.
Glucosi er í upphafi hlaups 107 sem er heldur yfir því sem normalt er.
SGOT (sem er liver enzime) er 27 í upphafi hlaups (normal er undir 42) en hækkar í 1253 í hlaupslok sem er nokkuð yfir meðaltali. Meðalhækkun íbóprófena flokksins er 618.
SGPT er 28 í upphafi en hækkar í 268. Meðalhækkun íbóprófena flokksins er 124.
Þvagefni (Uric Acid) er 5,3 sem er mjög normal.
CPK sem eru muscle damage (harðsperrur) hækkar úr 240 upp í 55300 sem er með því hæsta. Bob Lind ráðlagði mér að drekka reglulega fyrstu tvo dagana vegna þessa.
CRP sem er inflammation marker fer úr 1,5 upp í 80,4 sem er með því hæsta.
WBC sem er einnig inflammation marker er í hæsta lagi.
Hemoglobin (járnbúskapur) er 15 samanborið við 14 - 18 sem er normal.
Pre Hematocrit (packed cell volyme) er 44,1 samanborið við 40 - 54 sem er normal.
Eymsli í vöðvum hverfa fljótt hjá mér en þau voru horfin á 5. degi samanborið við að sumir eru ennþá að drepast í vöðvunum á sjöunda degi.
Þetta er svolítið fróðlegt og gefur manni aðeins yfirlit um stöðu sína miðað við aðra.
Rannsóknamenn segja að fyrirliggjandi niðurstöður bendi til að íbóprófen skaði líkamann frekar en hitt og auki hættuna á veikindum (inflammation) við aðstæður eins og hér voru fyrir hendi.
Aðeins um flóttamenn. Í fréttum kom fram að hópur flóttamanna væri kominn frá Cólumbíu. Cólumbíu, er eitthvað sérstakt hættuástand þar. Ef er farið að skilgreina Suður Ameríku sem flóttamannalönd er ég hræddur um að listinn yrði ansi langur yfir fólk sem þyrfti að skjóta skjólshúsi yfir. Einstæðar mæður á flótta, ég vildi fá að vita aðeins meir um þetta. Var verið að fylla einhvern kvóta? Mér finnst þó skynsamlegra að koma þessu fólki, fyrst var farið að taka á mæóti því á annað borð, fyrir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem meiri líkur eru á að þeir nái tengslum við einhvern sem talar tungumál þeirra. Stjórnvöld hér höfðu fallið í þá gryfju, eins og stjórnvöld annarsstaðar á Norðurlöndunum, að koma flóttamönnum fyrir í smáþorpum úti á landi til að vega upp á móti brottflutningi innfæddra. Svo stóðu húsnæðismálstjórnarblokkir oft tómar á staðnum (sem enginn innfæddur vildi búa í) þannig að gagnið var tvöfalt. Verst var að flóttamennirnir toldu oft ekki á staðnum og struku burt um leið og þeir rötuðu til höfuðborgarinnar. Um daginn var mér sögð saga af því að hópi flóttamanna frá Kósóvó var komið fyrir í litlu þorpi úti á landi í húsnæðismálastjórnarblokk. Fyrsta kvöldið fór fjölskyldufaðirinn út að skoða mannlífið. Hann gekk þorpið á enda í báðar áttir en sá ekki einn einasta mann. Innan árs var þessi hópur fluttur til baka til heimalandsins á landssvæðið sem var verið að bjarga þeim frá og þeir voru að flýja að sögn.
mánudagur, september 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli