Hamfarirnar í New Orleans eru eðlilega mikið í fréttum þessa dagana. Þetta er svo óskaplegt að það er ekki hægt að ímynda sér ástandið. Að þurfa að flytja á aðra milljón manns burtu og borgin að mestu leyti í rúst. Allt í rúst, hús, brýr, vegir, vatn, rafmagn og frárennsli. Það hýtur að taka áraraðir að koma einhverju skikki á hlujtina. Það vill til að bandaríkjamenn eru menn hinna stóru verka og geta fengist við svona ósköp. Fregnir berast af því að Fats Domino, góðlegi holdugi píanóleikarinn sem átti Blueberry Hill, hafi látist í hamförunum. Hann vildi víst ekki yfirgefa húsið enda orðinn aldraður, og því fór sem fór.
Las bráðskemmtilega frásögn á netinu í dag eftir Steve Patt, tvöfaldan WS 100 hlaupara. Hann setti margar myndir inn á netið eftir hlaupið 2002 sem hjálpuðu mérog fleirum til að átta sig á aðstæðum með öðru. Hann kláraði á 25.47 og var mjög sáttur við það. Slóðin er www.alumnus.caltech.edu/~slp/racereports/westernstates06.html
Af hverju hlaupa menn ultra? Af hverju lætur fólk sér ekki nægja 1 km eða 5 km? Það er auðveldara en lengri hlaup. Af hverju fer fólk að teygja sig lengra og lengra, 10K, 1/2 maraþon, heilt, Laugavegurinn, þríþraut o.s.frv. Af hverju er fólk að leggja á sig að hlaupa í 10, 20 eða 30 klst og fá bol og einhvern minjagrip fyrir? Svarið er einfalt, það er í eðli manna að leita að takmörkum sínum. Hve langt er hægt að ganga? Hvað þolir andinn og líkaminn? Áskorunin að takast á við hluti sem áður voru ómögulegir styrkir fólk ekki einungis líkamlega heldur einnig andlega. Það er ekki síðri árangur heldur en hinn líkamlegi styrkleiki. Hér áður háði fólk kapp við takmörk sín í hinu daglega lífi til lands og sjávar. Þá var líkamlegt atgerfi og seigla það sem oft réði úrslitum um hvort menn lifðu af eða ekki. Nú eru þeir tímar breyttir. Maður gæti ímyndað sér að óreyndu að þegar maður þarf ekki að vinna erfiðisvinni í hinu daglega lífi þá væri maður bara sáttur með þægilegheitin. Svo reynist ekki vera. Þá kemur þörfin fyrir önnur viðfangsefni sem eru krefjandi fyrir líkama og sál. Að setja sér markmið, vinna markvisst að því að ná því og standa síðan uppi sem sigurvegari gagnvart sjálfum sér eftir að hafa náð settu marki er tilfinning sem þeir einir þekkja sem reynt hafa. Þá er ég ekki einungis að tala um ultra vegalengdir heldur einnig aðrar styttri. Vegalengdin skiptir í raun ekki máli í þessu sambandi. Eins og ég hef áður sagt, það er ekki síður erfitt að taka fyrstu skrefin en að bæta ofan á þau. Menn verða bara að setja sér raunhæf markmið stig af stigi. Þá þróast hlutirnir áfram, markvisst og skipulega.
föstudagur, september 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli