Þessa dagana fer ég yfir leitt tvisvar á dag út að hlaupa. Allt er í eins fínu lagi og getur verið. Enda þótt hálfsmánaðar hvíld sé nokkuð löng þá held ég að það sé skynsamlegt eftir mjög löng hlaup. Það er minni hætta á tognunum eða öðrum meiðslum ef fæturnir fá að jafna sig almennilega. Fyrsta hlaup dagsins er yfirleitt á sjöunda tímanum á morgnana. Það er fínn tími í svona góðu veðri. Maður er yfirleitt vaknaður upp úr kl. 6.00 og þá er alveg eins gott að hafa sig út eins og að liggja í tilgangsleysi í rúminu. Síðan fer ég út í hádeginu ef ég mögulega get. Annars reyni ég að fara á kvöldin. Fór á Esjuna að kvöldi 17. júní. Sveinn kom með mér. Það var nokkur mótvindur svo við gengum rösklega upp og skokkuðum svo niður. Fann ekki fyrir neinu í fótunum en lærin mundu aðeins eftir fyrstu ferðinni í dag eða tvo um daginn. Þarf að sinna Esjunni vel fram að Laugavegi.
Ég skil ekki alveg hvað er verið að atast í umhverfisráðherra út af því að farga þurfti ísbjörnunum sem gengu á land. N.B. maður tekur skepnu ekki af lífi, skepnum er fargað, lógað eða slátrað. Svo segir maður ekki "björnsins" eins og margtuggið var í grein í Fréttablaðinu nýlega heldur "bjarnarins". éh hélt að það væri gerð krafa um lágmarks íslenskukunnáttu til að fá að skrifa í blöð. Prófarkalestur virðist heyra sögunni til. Hvað átti annað að gera en að lóga dýrinu á Þverárhlíðarfjalli? Lögreglan gerir þau mistök að loka ekki veginum. Því var allt orðið fullt af fólki þarna á svæðinu og menn skoppandi upp um allar hlíðar með myndavélar eins og þetta væri í Tívólí. Ekkert annað að gera en að lóga skepnunni. Hins vegar átti ekki að leyfa einhverjar myndatökur með byssumenn við dýrið. Það var smekklaust. Leikurinn var svo ójafn. Fyrir norðan reyndu menn að standa faglegar að verki en dæmið gekk ekki upp. Það er varla að búast við að ísbjörn sitji bara og horfi á bílinn þar til hann er kominn í 30 metra fjarlægð. Því var ekkert annað að gera en að skjóta hann. Vafalaust er best að gera þetta úr þyrlu eins óg íslendingurinn sem vinnur í Kanada við ísbjarnaveiðar sagí í útvarpinu í kvöld. Ég skyldi hins vegar ekki alveg hvaða erindi umhverfisráðherra átti norður. Þetta var orðið hálfgert skúespil. Kannski næsta sena verði á Kili samvkæmt fréttum kvöldsins!!!
fimmtudagur, júní 19, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli