Góð hlaupahelgi í frábæru veðri. Hitti Jóa í gær á níunda tímanum og fórum rúma 30 km. Trausti fór með okkur vestur fyrir flugvöll. Víð hlupum út fyrir golfvöllinn á Nesinu við litla hrifningu kríanna sem ruku í okkur í illsku því þeim hefur mistekist að koma golfurunum burt af vellinum. Það væri kannski hægt að hrekja okkur burt. Ég fór vestur á golfvöllinn síðar um daginn að taka myndir og þá voru þær enn vitlausari svo mér þótti nóg um og er ég þó ekki smeykur við kríur lengur. Það er af sem áður var. Á föstudagskvöldið fór ég austur í Friðlandið í Flóanum að taka myndir af fuglunum sem þar eru. Þetta er að æfast en maður þarf að ná góðri skerpu til að vera sáttur.
Í morgun fór ég sömu leið fyrir golfvöllinn á nesinnu og fór síðan hring í Elliðaárdalnum til að ná 30 mk. Þetta urðu góðir 30 km hvorn dag í frábæru veðri eins og best verður á kosið.
Víkingur spilaði við Þór í dag og vann góðan sigur. Ástandið í Víkinni er orðið svolítið tens yfir því að liðið hefur spilað frekar illa í vor og meðal annars tapað gegn Haukum og Leikni.Vonandi hefur leikurinn í dag verði ákveðinn viðsnúningur á heldur döpru tímabili. Berserkir sóttu varalið KR í gær og unnu stórsigur. Þeir eru á mikilli siglingu og verður gaman að sjá hvernig sumarið þróast. Stofnun Berserkja er eitt af því besta sem hefur gerst hjá Víkingu um nokkurn tíma því þar eru um 30 strákar á fulli við æfingar og keppni, strákar sem annars væru hættir að spila eða komnir í önnur lið. Sveinn er farinn að æfa með þeim en hann er enn skráður í Gróttu og verður að bíða eftir félagaskiptaglugganum um miðjan júlí.
sunnudagur, júní 22, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli