laugardagur, júní 14, 2008

Ég skrapp austur í Friðlandið í Flóa í fyrrakvöld. Ég hafði aldrei komið þangað áður en veðrið var svo gott að það bauð upp á svona skreppitúra. Olían er reyndar orðin svo dýr að maður veltur hlutunum fyrir sér áður en frið er í lengri ferðir. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég fór einungis um lítinn hluta Friðlandsins en sá mikið af fuglum. Ég hef aldrei séð svona mikið af lómi á einum stað, og allur var hann dauðspakur. Óðinshaninn sullaði við tærnar á manni. Gaman var að sjá lóminn þegar hann rauk upp og fór að stríða við nærstadda karla og sýna sig fyrir kellingunum. Ég tók dálítið af myndum en þarf að fara aftur því ég mátti vanda betur stillinguna á vélinni. Maður þarf að taka fuglamyndir á hámarkshraða því annars er hætta á að þær verði hreyfðar. Það er ekkert aman að þeim ef þær eru ekki í lagi.

Það var fundur í 100 km félaginu í gærkvöldi. Það var farið yfir framkvæmd 100 km hlaupsins á síðustu helgi. Í öllum aðalatriðum gekk það vel en eins og allta fþá eru ein og önnur atriði sem má fínesera betur. Einnig var ákeðið að halda svona hlaup á næsta ári. Þetta er komið til með að vera. Ég hef trú á að 100 km hlaupurum fjölgi verulaga hér á næstu árum. Góðir maraþonhlauparar sjá að þetta er alveg hægt og þáhalda þeim engin bönd. Við vorum fimm sem stofnuðum félagið fyrir fjórum árum. Nú eru félagsmen orðnir 25. Níu bættust við á helginni. Einnig fjölgar þeim jafnt og þett sem leggja enn lengri hlaup fyrir sig.

HK/Víkingur vann góðan sigur yfir Keflavík í Víkinni í gærkvöldi. Þær spiluðu góðan fótbolta og börðust á fullu. Sjálfstraustið var greinileg í lagi og það skilaði árangri. Þetta var fyrsti sigur þeirra í deildinni go þeir verða örugglega fleiri.

Engin ummæli: