Komum heim í dag eftir góða viku í Barcelona. Lítið gert af viti nema taka því rólega, skoða sig um og njóta vikunnar. Kolvetnasukkið hefur verið algert þessa daga svo það verður fínt að koma heim og fara að borða almennilegan mat. Síðan verður hafist handa við að sukkjafna. Eitt er á hreinu. Mýtan um hvað allur matur sé ódýr í útlandinu fór út í veður og vind þessa daga í Barcelona. Mér finnst dýrt að kaupa í matinn þarna að mestu leyti. Vitaskuld er sumt ódýrara eins og að maður fékk rauðvínsflösku á 2 Evrur í matvörubúðinni en það var líka á útsölu. Yfirleitt kostaði rauðvínið 8 - 15 evrur. Annað var bara dýrara en hér heima. Ég er alveg viss um að fullu Bónuspokarnir fjórir sem ég keypti út í búð þegar heim var komið hefðu kostað meir en 100 evrur úti á Spáni. Auðvitað skptir það máli að gengi krónunnar gagnvart Evru hefur fallið um allt að 50% á einu ári.
100 km hlaupið á morgun. Verst að það spáir ekki vel. Leiðinlegt að veðrið skuli ætla að stíða okkur en svona er þetta. Í tvö skipti af þremur sem ég hef hlaupið á Borgundarhólmi hefur verið úrhellisrigning daginn eftir að hlaupi lauk þannig að veðrið er happdrætti víðar en hér hjá okkur. Það eru skráðir 14 harðsvíraðir keppenbdur til leiks á morgun. Það rjátlaðist úr upprunalegum hóp og fóor svo að reyndustu hlauararnir eru eftir en hinir láta þetta bíða betri tíma. Það er skynsamlegt. Það er ekkert grín að hlaupa 100 km, jafnlegt þótt rólega sé farið og eins gott að vera vel undir búinn. Neil kemur frá Bretlandi í kvöld. Sæki hann niður á BSÍ og kem honum í rúm. Gaman að sjá þann góða dreng aftur.
laugardagur, júní 07, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Elsku Gulli minn,
Ég verð að vera á móti þér varðandi matinn í BCN - ég fór ekki í matarinnkaup til að elda sjálf því ég læt matreiðslumennina á veitingahúsunum gera slíkt - ég er jú í fríi. Það er ódýrt að fara út að borða með tilbehör á langflestum veitingastöðum sem ég hef snætt á í þessari dásamlegu borg - t.d fyrir okkur hjónin kostaði ágætismáltíð lítið meira en hamborgari hérlendis.
Hafðu það sem best,
Sólveig frænka.
Sæl Sólveig. Gott að heyra að þið höfðuð góða reynslu af veitingahúsum í Barcelona. Það er alltaf stór partur af því að fara í svona borgartúra að njóta matargæða landsins. Við höfðið ekki alveg sömu reybslu. Maturinn sem við fengum á veitingahúsum var allt frá þvó að vera ágætur í að vera óætur. Sá óæti var dýrastur enda keyptur á Römblunni. Mér fannst maturinn alls ekki vera ódýr enda hlýtur þess að sjást merki þegar verð hefur hækkað um 50% í íslenskum krónum talið. Ég fór í kvöld á Grænan kost á Skólavörðustíg og fékk mat sem kostaði álíka og það sem maður var að borga í Barcelona nema maturinn í Grænum kosti var mun betur útilátinn ef almennt gerðist og mjög góður.
Svona ler lífið.
Skrifa ummæli