Fór fyrsta túrinn á árinu upp að steini í kvöld. Hef sleppt Esjunni til þessa en nú er ekki til setunnar boðið að fara að fríska sig upp í brekkunum fyrir Laugaveginn. Það er reyndar orðiuð svo dýrt að keyra uppeftir að maður fer bara að hjóla uppeftir og hlaupa svona af og til. Túrinn upp að steini tók 37 mínútur sem er besti tími ever. Svo var skokkað rólega niður. Ég er hættur að fara hratt niður vegna hættu á að hrasa en það er gott að skokka rólega til að láta vöðvana framan á lærunum fá smá viðfangsefni. Bara að hafa allt undir kontrol til að detta ekki.
Eddi sagði mér þær leiðinlegu fréttir í gær að það er búið að blása ATC keppnina á Grænlandi af. Sveitarfélagið, sem hefur verið stór stuðningsaðili keppninnar, er við það að verða gjaldþrota og er komið með tilsjónarmann. Þá er allt skorið niður nema það allra nauðsynlegasta sem er lögbundið og annað ekki gert. Hlutir eins og ATC keppnin eru fyrir utan það nauðsynlegasta. Maður getur ímyndað sér hvaða áfall þetta er fyrir þá sem stóðu að keppninni. Heimamenn eru búnir að ganga í gegnum erfiðu árin sem fóru í að koma keppninni á hemskortið. Í fyrra og í ár var hún full. Þetta var allt að smella saman til að verða að alvöru viðburði á heimsvísu á þessu sviði. Þá þurfti þetta að gerast. Þetta hefur verið stórmál fyrir þetta litla afskekkta þorp að fá tugi erlendra aðila inn í þorpið í nær tíu daga. Menn eyða peningum og menn kynnast Grænlandi. Það er ekki lítils virði. Maður vonar bara að þeir nái vopnum sínum á nýjan leik.
mánudagur, júní 09, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli