mánudagur, júní 16, 2008

Hluti bréfs af Silfri Egils:

Í Fréttablaðinu í dag, bls. 2, segir upplýsingafulltrúi Eimskips að komið hafi í ljós í febrúar sl. að þessi kaup Eimskips á Innovit voru mistök en segir Eimskip hafa ákveðið að birta ekki upplýsingar um þessi mistök strax. Orðrétt segir hann:

“Unnið var að sölu ákveðinna eigna Innovate og viðræður hófust við væntanlega kaupendur. Til að verja fyrrnefnda hagsmuni, nýtti Eimskip sér ákvæði í lögum um verðbréfaviðskipti, sem gefur útgefanda mögulegt að fresta birtingu verðmótandi upplýsinga. Það voru miklir hagsmunir í húfi og ég tel að með frestingu á birtingu hafi okkur tekist að lágmarka afskrift vegna Innovate, sem annars hefði getað verið hærri. Hafi þessar upplýsingar verið birtar fyrr hefði það geta sett viðræður við hugsanlega kaupendur í uppnám og haft bein áhrif á verðmæti þeirra eigna,” segir hann. ”

Hvað á maðurinn við ? Var Eimskip að ljúga að þeim sem vildu kaupa eignir Innovit , þ.e. fela hversu illa statt félagið var í raun og veru ? það er augljóst að þessar upplýsingar hafa mikil verðmyndandi áhrif á gengi bréfa Eimskips og því ljóst að um leið og fjárfestar/hluthafar myndu frétta af þessum mistökum sem kosta félagið þúsundir milljónir að þá myndi gengið hrapa.

Sem er raunin þar sem gengi á bréfum Eimskips hefur lækkað um 25% á 5 dögum eftir að þessar fréttir um mistökin á Innovit komu í ljós:

Forstjórinn Baldur Guðnason veit auðvitað allt um vandræði Innovit í febrúar líkt og upplýsingafulltrúinn og aðrir fruminnherjar félagsins. Síðan líður mars mánuður og mestur hluti apríl mánaðar og alltaf koma vandræðin vegna Innovit sífellt betur í ljós..... og þá ákveður sá aðili sem mesta ábyrgð bar á kaupum Innovit að nýta sér sölurétt sinn á bréfum sínum í Eimskip, þ.e. forstjórinn selur bréf sín til Eimskips skv.samningi á genginu rúmlega 37 !!!

http://www.visir.is/article/20080404/VIDSKIPTI06/80404102/1205

Gengið á bréfum Eimskips í dag er um 14.4 !

FORSTJÓRINN SELUR ÞVÍ BRÉF SÍN Á UM 160% HÆRRA VERÐI Í APRÍL SL. ÞEGAR FLESTAR UPPLÝSINGAR VARÐANDI INNOVIT MISTÖKIN ERU KOMINN Í LJÓS.

NÚVERANDI HLUTHAFAR HINSVEGAR SITJA UPPI MEÐ ALGERT HRUN Á VERÐMÆTI BRÉFA SINNA OG ÞAÐ ERUM VIÐ HLUTHAFAR SEM VERÐUM AÐ GREIÐA FORSTJÓRANUM FYRIR BRÉFIN Á GENGINU 37 ÞAR SEM FÉLAGIÐ EIMSKIP KEYPTI BRÉFIN !

Af Visir.is:
Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu. Eins og fram kom í upphafi mánaðarins seldi Baldur Eimskipafélaginu bréf fyrir hálfan þriðja milljarð, en viðskiptin voru hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu. Voru bréfin sölutryggð miðað við gengi á kaupdegi og þurfti Eimskip því að taka á sig tæplega 900 milljóna króna tap, en hlutabréf í Eimskip höfðu lækkað umtalsvert í millitíðinni, eins og margt annað á markaðnum. Vinir Baldurs hafa fengið að njóta þessa, því á dögunum tók forstjórinn fyrrverandi sig til og bauð 20-30 manna hópi í sannkallaða lúxusferð með einkaþotu á leik í ensku knattspyrnunni með öllu tilheyrandi.

Maður getur ekki annað en spurt sig hvaða andskotans rugl hefur verið í gangi þarna.

Engin ummæli: