föstudagur, nóvember 11, 2005

Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga lauk í dag. Yfir 400 sveitarstjórnarmenn funduðu í tvo daga og gerðu sér glaðan dag kvöldið á milli. Þa er ekki síðri þáttur í svona samkomum a menn blandi geði og spjalli hver við annann.

Tony Blair á í vandræðum. Tvennt er á döfinni. Annars vegar varð hann undir í atkvæðagreiðslu í breska þinginu. Það er ekkert smá mál þegar forsætisráðherra verður undir í þinginu. Sögur segja að hann hafi orðið alveg stjarfur við tíðindin. Hitt er að Sir Christopher Meyer fyrrv. sendiherra Breta í Wasington er að gefa út endurminningar sínar. Lýsingar hans á Blair og liðinu í kringum hann eru ekki beint fallegar. Mér hefur aldrei fundist neitt sérstaklegwa til um Tony Blair heldur fundist hann vera hálfgerður froðusnakkur. Það hef ég látið fyrr í ljós hér á síðunni.

Á Vísir.is segir að alkunna sé að stjórnmálamenn sem lengi eru við völd geta blindast af stöðu sinni og áhrifum. Þeir hætta að tala við aðra en jábræður sína og raða í kringum sig ráðgjöfum sem segja það sem þóknanlegt er hverju sinni. Þeir telja sig geta leyft sér nánast allt og fyllast drambi gagnvart flokksbræðrum sem andstæðingum. Þetta hefur hent Tony Blair.

Getur verið að þetta hafi hent fleiri stjórnmálamenn sem hafa setið lengi í valdastólum? Hvað veit ég en það er ekki örgrannt um að maður sjái teikn þessa víðar þegar stjórnmálasagan er skoðuð í bráð og lengd.

Flott grein um Laugaveginn í Runners World. Svoa grein er mikilla fjármunavirði að auglýsingagildi. Það taka ekki margir trailar Laugaveginum fram að fjölbreytileika og fegurð.

3 ummæli:

G�sli sagði...

Sæll
Hver er slóðin á greinina?
Þú verður endilega að birta slóðir á þessar greinar sem þú rekst svona á.
Sjáumst á hlaupum!

yy sagði...

Sæll Gísli.

Ég fann greinina ekki á vefnum heldur er ég með blaðið sjálft, svo sé PReim fyrir að þakka. Slóðin er www.runnersworld.co.uk en ég finn greinina hvergi það. Líklega eru þær ekki birtar á vefnum því þá myndi kannski sala blaðsins minnka.

kókó sagði...

Já, þessi lýsing á "sumum" stjórnmálamönnum á vel við um "suma aðra" líka.